- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
30

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

30

SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

eins og áður er sagt hjá Skaptárdal. Jókst þá við einn
eldsgufumokkur, sem áður hafði nokkru sinni sjest langt í
austur landnorður afSíðunni, í fullt norður af Lómagnúp, en
í norður-útnorður af Öræfunum; því jeg miðaði hann úr þessum
plázum og fleiri aðrir. Þetta eldsumrót á fjallabaki hjelzt
við allt fram á þann 24. október þar næstan eptir. Frá þeim
degi fóru enn að finnast miklar hræringar og sterk fýla úr
austur-landnorðursátt, sem oss benti, að öll þessi náttúrunnar
umbrot væru ei ennþá öll á enda komin, sem og i ljós
leiddist, þann 25. október, þá stórum loga sló þaðan í lopt
upp og þar með kom fram eldkast ógnarlegt með skellum og
dýnkjum í fulla samfellda 5 daga. Þetta eldflóð fyllti upp
gljúfrið og allt láglendi milli Eiriksfells og Miklafells hjer á
Síðuafrjettinum (þvi Kaldbakurinn er langtum vestar og
framar hjer við byggð, og mikið land og hálsar frá honum
austur að gljúfrinu); og síðan fleygðist þessi eldstraumur
vestur, þar Ytridalur stóð, fyllti upp allan þann dal fyrir
vestan Eyna, rann víða út í þau áður komnu nýju hraun, og
forhækkaði þau meir en til helminga fyrir innan og austan
Þverá, hvar til glögg merki sjást. Svo kastaði það sjer fram
á milli beggja þeirra nýju hrauna og svo yfir þá svo kölluðu
Seljalandsaura, sem var eitt hagbeitarland og slægjupláz frá
3jörðum,Seljalandi,Núpum ogHvolifþar sem
þessarjarðirbyggð-ust af aðgreindum húsbændum og yfirmönnum, var sífelltkrit,
jag og eyðar, og botnlausir málaferlar um þetta pláz, fyrir víst
frá 1717, sem nú tókst af allt í einu, sem betur fór; því nú
sýnir sá alvísi dómari, hver rjettast hafði fyrir sjer). Þetta
eldhlaup, sem var það síðasta, sem hjer fram kom, var það
ógnarlegasta og höstugasta, hvert sá almáttugi og alvísi guð
Ijet falla mitt á milli hraunanna, sem áður voru framkomin
og í kulnað, sem voru nú sem múrveggur á báðar síður, að
skyldi ei granda hvorki Hverfinu nje Síðunni, sem það hefði
hreinlega annars eyðilagt, sem jeg tók strax til umþeinkingar,
að skapari og stjórnari alls þessa ætlaði að láta hjer byggð
viðhaldast, eins og fram kom. Þetta síðasta eldhraun er það,
sem skagar lengst fram fyrir austan Eldvatnið og sunnan
Hverfisfljótið, þar það kemur í Brunná, fyrir vestan-útsunnan
Hvol. I*ann 2. nóvember embættaði jeg á Kálfafelli yfir fólki,
sem enn var á Núpstað og Kálfafellskoti. 3?á var hægur
vindur á norðan, en ösku sandfjúk svo mikið fram af hverri

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0042.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free