- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
51

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SKÝRSLUR DM SKAPTÁRG OSIN.

51

Lítill viðbætir til fróðleiks þeim, sem hann með rjettri
skynsemi skoða vilja.

Hver sá, sem undir hendi hefur rjettargángsskrif og
skikk-anir, annálabækur og þess háttar landsins rit og frásagnir,
ber það svo saman við eldsuppkomur og landplágur, sem
komið hafa hjer yfir Vestri-Skaptafellssýslu, kann auðveldlega
að sjá, að sá alvísi, góði guð, hefur ætíð sýnt í þeirri typtan
stærstu mildi að vægja í því straffi og halda við rjettvísinni,
því allir hans vegir eru ei utan miskun og sannleiki, og svo
kann víðar að vera, ef vel er leitað eður aðgætt. A þessari
öld gefast þau dæmi, að menn hafa sumir af fávizku, en
sumir af ásettu ráði svo forblómað sin skrif um ýmsa
land-kosti hjeöan, að ókunnugum hefur mátt sýnast, að hjer væru
ein þau mestu iandgæði í landinu, og aldrei væri ofgoldið
eptir þau, og það sýnist að miklu leyti vera grundvöllur til
þeirra háu landskuldargjalda, sem hjer hafa verið uppásett,
hverju sjerplægnir húsbændur hafa ei forsómað eptir að fylgja
og útkreista fyrst leiguliðanum til útörmunar og sjálfum
eigand-anum áptur til kostnaðar að halda honum við í hans vesöld,
þá jarðeldar hafa hjer yfirfallið, eins og nú eru ofljós dæmi
til. ?á ei hefur orðið neitað, að hjer hafi sandur og aska úr
eldgjám yfirfallið, hefir það verið útfært fyrir gjöðning og
teðslu á jörðina, henni til góða, hvað aldrei hefur þó verið,
nema kannske 2 eða 3 ár, eða lítið þar yfir, að upp úr ösku
þeirri hafi hlaupið mikið puntgresi, fíflanjólar, elting og
kross-gresi, hafi ei askan legið ofþvkkt á grasrótinni, að hún hafi
ei feigt hana. Nú þá askan hefur að þeim 3 ára tíma
liðnum komizt ofan i grasrótina og úr henni hefur frosið og
rignt jökulsaftin, hefur jörðin orðið langtum harðhnjóskulegri
en áöur og sumstaðar aldrei tekið sig aptur nema með beztu
rækt og uppápössun. Hjer finnst sumstaðar 5, sumstaðar 11
vikur-sandlög í jörðunni, og þar sem ei er meir en þriggja
þumlunga þykkt í milli vikurlaganna, hvar grasræturnar gegnum
þrengjast, hvernig kann þá það kjarnbezta gras þar upp af
að spretta eða töðugott veraf og þá aldrei má leggja neitt
niður sláttuljáinn að fylgja rótinni, þá tún og vallendi eru
slegin. Einn segir hjer verði ei sagt, hvað margar jarðir hafi
komizt hjer í eyði, sem einn annar ókunnugur út lagði svo, að
jafnvel þó askan og vor jöklavikur eyðilegöi eina jörð um

4*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0063.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free