- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
52

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

52 SKÝRSLUR OM SK.APTÁ RGOSIN.

nokkur ár, kæmi hún þó upp aptur síðar, hvar af orsakaðist
ein slags órjettvísi við Höfðabrekkueignarmann og ótal fleiri,
hvar helmingur allra landgæða er burtu, en gjaldið langt stígið
yfir það, sem það var árið 1343 eptir máldaga biskups Jóns
Sigurðssonar, þá jarðirnar voru í því blómlegasta standi. Því
tek jeg mjer nú fyrir hendur með frjálsu að sýna sannleikann
o: hverjar jarðir hjer hafi í hverju þinglagi og kirkjusókn
aldeilis (í Vestri Skaptafellssýslu) eyðilagzt, sumar að öllu leyti,
en sumar að nokkru leyti, og komast aldrei aptur í sitt fyrra
stand.

I Dyrhólaþinglagi o: Mýrdalnum:
I Sólheimakirkjusókn.

1. Bæjarstaður, sem hefur verið mikið stór bær í
Sólheima-nesi, svo sem húsa- og tóptagirðingar þar sýna, þar fóru
allar slægjur af í einu jökulhlaupi 1263.

2. Krókvöllur, 10 hdr. jörð til forna, sem var rjett fram af
Austari Sólheimum. 1 austur landnorður tók áin Klifandi
aldeilis 1720; þar sást enn 1777 eptir lítill flötur af
túninu.

3. Hefur verið fyrir norðan Pjetursey bær, þar af er eptir
einn klappaður hellir, er tekur hjer um 300 fjár, sem
sýnir þar hefir væn byggð verið.

í Dyrhólasókn:

4. Einn bær af Hvoli, hvers tún og bær er aldeilis af fyrir
yfirfallandi fjöru-foksand, húsin voru flutt lengra frá; ei
mun langt til, þar til fleiri býli fá þar sömu forlög.

5. Þeir gömlu Dyrhólmar með öllum sínum túnum, engjum
og slægjum, sem allir voru fyrir ofan Hildardrang; það
nú kallast Dyrhólar var hjáleiga þar við fyrir austan,
en nú er þar allt einn sandur og tjörn, hvar bærinn
stóð.

6. Hvoll, stór jörð, er þar fyrir austan Loptsali, eyðilögð
að öllu leyti af ósnum og vindblæstri, sem hin fyrri, þetta
sýna Dyrhólamáldagar.

í Reynissókn:

7. Sauðagarður, sem Dyrhólaós hreint aftók með öllum
slægjum, sjest eptir lítið af heygarðinum.

í Höfðabrekkusókn:

8. Höfðabrekka með húsum, túnum og engjum í jökulhlaup-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0064.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free