- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
91

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRÁSAGNIR UM SKÓLALIF.

91

yfir lestrarstofunum, er heitið hafa frá alda öðli »bekkir«,
þegar um hefir verið rætt, og liðu þeir þá engum öðrum
piltum að koma þangað upp á meðan. Þar skrifuðu þeir
upp nöfn þeirra pilta, sem brotið höfðu um vikuna, hvers
útaf fyrir sig, efst á aflangan pappírsmiða og neðan undir
nafn hans skrifaði notarius scholæ, ef pilturinn hafði orðið
brotlegur í hans foro, brotið, þar neðan undir á sama miðann
skrifuðu hinir aðrir notarii þær yfirsjónir, sem þeir kærðu á
hinn sama, ef þeir höfðu nokkrar, svo allar yfirsjónir hvers
um sig á vikunni voru tilfærðar á sama miða undir nafni
hans. ]?egar notarii höfðu á þenna hátt notérað alla þá pilta,
sem brotlegir höfðu orðið næstliðna viku, fóru þeir með allar
nóturnar ofan, skipuöu hverjum pilti í sæti sitt, kölluðu á
rector og afhentu honum nóturnar, til þess hann skyldi
úrskurða og framkvæma hegningu fyrir hvert afbrot. Rector
kom svo inn með nótubaggann, en áður hann byrjaði að lesa
UPP nóturnar, kallaði hann þessum orðum: »Custos, adfer
virgas« (komdu með vöndinn hríshaldari). Þegar custos,
hafði skilað vendinum, fór rector að lesa upp nóturnar,
byrjaði hann á þeim sem efst sat, af þeim sem vittir voru
(subleges), kallaði hann fram fyrir sig úr sætinu og þuldi
fyrir honum nótuna. Þóttu þá einatt smáar yfirsjónir tiltindar
af notariis, enda sættu þær þvi minni hegningu. Til dæmis
ura það, hvernig hinar almennustu sakargiptir voru orðaðar i
nótunum, má geta þessara fáu: incomptus et illotus ad
preces (ógreiddur’ og óþveginn við bænir), turbavit
ordinem (riðlaðist úr röðinni, þegar þeir gengu í kirkju),
risum movit inter preces os ringendo seque in
scamno jactando (kom öðrum til að hlæja við bænir, með
þvi að skæla sig i framan og skekja sig á bekknum). En
þótt nótur væri léttvægar eins og tvær hina fyrstnefndu, tók
rector þær aó visu æfinlega til greina, svo að það liti ekki
svo út, sem hann rýrði með þvi álit embættismanna þeirra,
sem hann hafði sjálfur sett í sinn eigin stað til að hafa gætur
á framferði pilta; en væga hegning lagði hann við vægum
afglöpum. Þó var ekki svo léttvæg yfirsjón, að hann ekki
hýddi á aðra hönd hlutaðeiganda, sem hafði misséð sig og
byrjaði þá með þessum orðum »porrige manus« (réttu fram
hendurnar), þó ekki væri hýtt nema á aðra og sló svo á hana
meir til málamyndar en muna. JPriðja nótan, sem að ofan

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0103.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free