- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
92

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

92

FRÁSAGNIR UM SKÓLALÍF. 76

er getið, var ein af þeim verri, og allt eins þær nótur, sem
gefnar voru fyrir þrjózku og mótþróa við yfirmennina (notarios),
enda uröu þeir afbrotamenn fyrir talsvert þýngri og alvarlegri
ráðningu en hinir, því rector mat svo mótþróa við notarios,
sem hann væri sýndur honum sjálfum. Fyrir öll afbrot, sern
voru svo löguð, að þau lýsti illum manni og óhlutvöndum,
óhóflegum gapaskap og flumusaæði, var þó ráðningin, sem
rector lagði á, alvarlegust; því þá hlífðist hann ekki við
að hýða afbrotsmenn á bert bak, með því pilturinn varð að
leysa sjálfur niður um sig, taka upp bolföt sin og leggjast á
grúfu á bekk þann, sem sumir nefndu »sóta«. Þótti það
svívirðilegust hegning, sem gat framkomið við nokkurn pilt,
þann er ekki var með öllu vísað á bug úr skóla fyrir óknytti.
Allar þessar hegningar, sem piltar urðu fyrir af rector, voru
kallaðar vices, og hét það að »útstanda vices,« að verða
fyrir hirtingunni, hvort sem hún var í meira eða minna lagi,
en descensus hét hýðing á beran hrygg, af þvi mest
niður-læging var í því fólgin.

fó notarii væru dyggir i því að tína til hverskonar
smámuni, hvað þá hin stærri afglöp, í nótum sínum, voru
það allt að einu einstöku afbrot, sem þeir skirtust við að
setja í nótur og gera rector kunnug, ef þeim þótti þau of
svívirðileg til að bera þau upp, en þó ekki svo við vaxin,
að þau gætu bakað þeim, sem brotið hafði, algjörðan útrekstur
úr skóla. Þannig var það einn piltur, sem þar að auki var
heldur illa þokkaður að öðru leyti, að hann gerði sér upp
veiki og þóttist ekki geta farið á fætur til að gegna lestri, og
lá svo eptir í rúminu einn morgun. Þegar leið fram á daginn,
fór náttúran að segja til sín, svo að hann gat ekki komist
undan að gegna henni. En út vildi hann ekki fara, af þvi
leiðin úr skólanum, eða göngin, lágu frarn hjá stofudyrum
rectors og conrectors og kynni hann því að hafa mætt öðrum
hvorum þeirra, eða þá öðrum á þeirri leið. Hann tók því
það ráð, að hann lypti upp sænginni í rúmi sínu og sprændi
þar í viðinn á rúmbotninurn. En með því að skólaloptið var
illa plægt, hélt það hvorki vindi né vatni, svo allt lak ofan í
skólann á efra bekkjar borðið, skamt þar frá, sem rector var
að leiðrétta stýla piltanna. En þeir gátu þó stillt svo til, að
hann varð ekki áskynja um, af hverjum völdum lekinn var.
Fyrir þenna grikk, sem notarii aldrei gerðu uppskátt um fyrir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0104.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free