- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
95

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

FRÁSAGNIR UM SKÓLALIF.

95

við þessu og höföu vandlega búið um skóladyrnar, svo að hvorki
varð komist út né inn um þær, nema með fullum vilja þeirra,
enda liðu þeir engum úr sinum flokki að hafa neinn umgang
um skóladyrnar, á meðan þessi styrjöld stóð yfir. fegar
piltar þóttust hafa gjört nóg að verkum með þenna
gaura-gang, stukku þeir allir út i læk, og þvoðu sér þar, enda sá
þá ekki lit á neinum þeirra fyrir skit og ryki og svita. Þó
aðgangur þessi væri mikill og harður, hafði ekki neitt gengið
lil muna úr lagi i skólanum, nema bckkur einn i neðri bekk,
sem hét »asni«, hann brutu þeir sundur i bombaldanum.
Afleiðingarnar af þessum gauragangi voru meiri og betri, en
piltar höfðu ætlast til, þvi það var ekki einungis að rector
lét af drvkkjuskap sínum i miðri viku, svo aö hann sást
aldrei nokkru sinni koma eptir það kendur inri í tíma, heldur
brá konu conrectors, sem lengi hafði þjáðst af geðveiki, svo
við allan þenna ógang, að hún tók heilsu sina og fór á fætur
og var hress lengi eptir.

Alla helgidaga og á hátíðum voru piltar undanþegnir

skyldulestri og þar með sumardaginn og vetrardaginn fyrsta,

°g þar að auki var aldrei lesiö á mánudögum. Var það

ákveðið svo, til þess piltar hefðu þá sér til hressingar og

^ndurnæringar. Enda svikust þeir eigi um það, þvi þeim

dögum vörðu þeir allajafna til bændaglímu. Pessi skemtun,

meö fnnleika þeim, sem glimurnar kenndu, hélt við heilsu og

likamsatgjörvi skólapilta um margar aldir. Glímurnar gengu

í arf með skólunum, þegar þeir voru fluttir frá Skálholti og

Hólum í Reykjavík og þaðan aptur að Bessastöðum. Á báöum

þessum stöðum héldust glímurnar, og með miklu fylgi framan

af á Bessastöðum, en undir það að skólinn var fluttur þaðan,

Var svo mikið farið að dofna yfir bændaglímunum, að þær

voru ekki haldnar optar en þrisvar eða fjórurn sinnum hæst
á vetri.

Annar leikur, sem tíðkaðist mjög á Hólum og í
Reykja-vikurskóla 0g framan af á Bessastöðum, var aö vaöa bál.
ba leik"r var í því fólginn, að piltar settust niður í tveim
röðum, hvor móti annari, hölluðu sér aptur á bak og studdu
niður olbogunum, en ráku fæturnar upp, aðrir segja, að þeir
hafi sezt niður í hring og sparkað svo allir upp fótunum.
Nú var listin í því fólgin, að geta hlaupið eptir endilangri
fótaröðinni á iljum hinna, sem á gólfinu lágu, hversu ókyrrir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free