- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
94

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

94

FRÁSAGNIR UM SKÓLALÍF. 76

Notarii báru sig þá fyrst saman um þetta og síðan báru þeir
málið með öllum vandkvæðum þess undir aöra pilta og
þóttust á hvorugan þann hátt, sem fyrr var ávikið, geta
afstýrt þessum óvana rectors, svo hættulaust væri fyrir hann
og þó með árangri fyrir þá. 1?eir tóku þá til þess, sem
brallað hafði verið áður í viðlögum, þegar piltar vildu koma
geig að einhverjum, eða láta í ljósi óánægju sína, að þeir
skyldu «berja bombalda« fyrir rector, og sjá, hvernig hann
skipaðist viö það. Notarii voru frumkvöðlar að þessu ráði,
og að því hurfu allir piltar með þeim. Þeim kom saman
um, að þeir skyldu berja bombaldann á mánudegi, og stilla
svo til, að þegar rector hringdi með bjöllu á skólagaungunuin
til morgunbæna, skyldu þeir byrja bombaldann í stað bænanna.
Þessi ráðagjörð fór fram, því undir eins og rector hringdi til
bæna einn mánudagsmorgun, tóku fjórir hinir efldustu af
piltum efra bekkjarborðið og hófu það upp með svo miklu
afli, að það skall í skólaloptinu, og skeldist niður á gólf aptur.
Þetta gekk hvaö eptir annað langan tíma, en á meðan tóku
aðrir piltar barefli og fjalir, skeldu þeim á borð, bekki og
þil, þá tóku þeir og bekkina sjálfa og slógu þeim við þilin
eða skeldu þeim niður í gólfin; var það einsog
berserks-gangur kæmi á alla pilta, sem nokkuð voru að manni, en
þeir, sem minnstir voru fyrir sér, voru látnir sitja uppi í
skólagluggunum, svo aö hvorki sæist inn, né þeir yrðu fyrir
skakkafalli af gauragangi hinna mannskapsmeiri. Meðan þessi
glufrugangur fór fram, lék ekki einungis allt skólahúsið á
reiðiskjálfi, heldur einnig rectorsstofan, sem sami veggur var
undir öðru megin og skólahúsinu, og það svo, að bollapör,
sem hann átti uppi á hyllu í stofunni, hrukku ofan, og fóru
i þúsund mola. Má af því ráða að ófagur forgangur hefir
verið í skólanum, er slíkur ókyrleiki varð í næsta húsi.
Bombaldinn byrjaði um það leyti, sem aðrir staðarmenn voru
að koma á fætur. En þegar þeir komu út, heyrðu þeir, að
dvergmál kvað við í skemmuþiljum nokkrum, sem stóðu
mörg í röð, andspænis á móti skólanum, austan til á hlaðinu.
Heimamenn undruðust þenna ókyrrleika, og vissu ekki, hvernig
á dvergmálinu stóð, fyrri en síðar. Þegar fyrsta lotan var
búin, varð dálítið hlé á í skólanum. Því lagi sætti rector
og hringdi þá á ný, var það merki til þess, að hann vildi að
famulus sinn kæmi til tals við sig. Piltar höfðu og búist

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0106.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free