- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
100

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

100

ANNÁLL MAGNÚSAR MAGN ÚSSONAR.

1684 (sbr. hina síðustu grein ann.); þau bjuggu á Eyri í
Seyðisfirði.

Magnús sýslumaður var að mörgu leyti dugnaðarmaður
og lagði stund á bókfræði, einkum sögufróðleik. Frá honum
eru nokkur handrit komin til Árna Magnússonar1), og eru
sumt skinnhandrit með sögum á. í AM 200, 4° er rit eftir
hann lögfræðislegs efnis samið 1675: »Analecta juridica
Is-landiæ (þessi titill getur ekki stafað frá Magnúsi, því að hann
var ekki latinulærður maður) eður ýmislegs íslensks lagarjettar
registrum osfrv.« — alt uppskrift með annari hendi en
höfundarins 1702, og í 211, b, 4° er jarðabók eftir hann og
Gísla Jónsson. í AM 1058 er stutt brjef frá honum til Jóns
prófasts Jónssonar í Holti, ritað 1662 (efnið ómerkilegt).

Aðalritverk Magnúsar er annáll sá, er hjer er prentaður
og nær frá 1643 til 1684. Hann er í Raskssafni, 47. töluliður,
og er eiginhandarrit Magnúsar. Þess vegna hefur hjer í
út-gáfunni ekki verið tekið neitt tillit til afskrifta, er til kunna
að vera, svo sem þeirrar í Landsbókasafninu, er Þorv.
Thóroddsen hefur notað við samníngu Landfræðissögu sinnar.
í þessu Rasks handriti, er nefnt var og hefur einhvern tíma
verið eign Harboes biskups (á fremra saurblaði stendur: »Hr.
RiskopHarboe tilh0rende«), er annars annáll frá upphafi heims
og tekinn úr Flateyjarbók alt fram undir 1400; þá tekur við
annáll Björns Jónssonar á Skarðsá nær orðrjett, samhljóða
prentuðu bókinni; alt er þetta með sömu hendi, en ekki með
hendi Magnúsar. íessi uppskrift endar með árinu 1642 með
reið Brynjólfs biskups til Vestfjarða (ann. Björns, útg. II,
264); svo stendur grein um dauða sjera Sveins, föður
Brynj-ólfs; það stendur við árið 1644 hjá Birni (en hans annáll
endar með árinu 1645), en dánarár Sveins er eins fyrir því
rjett ársett. Hvort Magnús hefur sjálfur látið rita þessa bók
þángað til liann sjálfur tók við, er mjög vafasamt; líklegra
þykir mjer, að hann hafi eignast bókina og svo fengið sjálfur
löngun til þess að bæta við hana; vist er það, að 21/» blað
af síðustu örkinni í eldra annálnum hefur lengi nokkuð staðið
autt, því að blekið hefur að nokkru gagnlitað þessi blöð, en
alls ekki hin sem þar á eftir koma.

1 AM 289 og 343, fol., 267, 322, 418, 471, 489 í 4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free