- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
152

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

152

ANNÁLL MAGNÚSAR MAGN ÚSSONAR.

þó hvað aðrer töluðu, bentu bændunum að þeir villdu fá
nockuð að eta, enn einginn visse hvar frá þeir voru komner
utan hvað menn meintu. Því þvílíkt hafðe í Einglande
til-borið anno 1640 að þvilíkt fólck hefðe þar fundist og náðst
piltur og stúlcka voru þar skírð og stúlckan giftist og lifðe
leinge, sagðist vera komin frá S. Marteins lande sem være
eitt langðt um liósara land.

Keisarinn giörer samband við marga fursta móte frönskum
— í millum kóngsins af Svíaríke, curfurstans af
Brandinn-borg, curfurstann[s] af Beyerenn og hertugans af Neuberg
giörist sátt og samband — í Gölnn stað hafua menn sieð
elldsloga í Ioftinu með brennand[i] blossum og heirt í loftinu
bulldur og hlióð so sem af striðs vopnum.

Tirckenn stríðer grimlega upá þá pólsku og hefur að
mestu intekið þeirra land og höndlar illa við fólckið hvar
firer þeir pólsku senda sína gesanta til allra christina landa
að biðia um stirck, þeir rúsku stirckia þá vel, enn tarttar
Cam er með Tirckium.

Prins Vilhelm af Furstennberg fangast af keisaranum —
Tirckeskt sendeboð kemur til keisarans.

Til Vismar giörðe elldsbrune borgurum skaða til 15000 Rd.
I Muskaia í Rússlande hafua brunnið öll keisarans brief
og skrifter meir enn til 100000 Rd. verðs mikið klæðe og
margar bissur.

í Dressden í Saxenn hefur skruggu elldur uppbrent 40
hús og í kringum Hamborg 10. mai 2 herragarða og
kirckiu-turninn til Boxahude, eirnnin til Persborg kirckian og mörg
hús og mikill fienaöur —

Strið í Ungaría millum keisarans og þeirra upprösku1)
þar hvoria Tirckenn stircker —

Keisarinn lætur taka prins Vilhelms sister til fanga hiá
hvore að finst einn kistill fullur með brief hvar á meðal voru
þau er ei urðu lesen utan við glóande kol — Var keisarans
drotning liettare og fædde unga mei — í Ungaría voru
af-brend 157 hús af þeim partisku.

Til Leifsig hefur einn stúdent stungið eina
prófessors-dóttur 1 hel af því hann fieck ecke sinn lauslætis vilia með
henne að fremia — Til Einbedenn hefur diöfullinn tekið eirn

’) þ. e. oprarske, uppreistarmanna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0164.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free