- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
153

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

153 ANNÁLL MAGNÚSAR MAGN ÚSSONAR.



drickiurútara sem sagðe að hann skillde fá peninga til láns
þó hann ætte að taka þá af diöflinum siálfum hvor eð færðe
hann upp í loftið og kastaðe honum niður bláum og blóðugum
so það var stór eimd að siá hann, epter það hann hafðe
lánað honum 4 gillinn efter hans bón.

Til Bilefelld hefur siest cómeta — Eitt þess svenska
kóngs skip sundursprungið sem skeðe af óaðgætne eins
báts-mans sem var að drecka tóbak og liet eitt sticke lunta óvart
detta niður firer sier og fiell í eina púðurtunnu —

I Stockhólm á Femerstang1) hefur einn liflendskur
herra-maður2) í hel stungið þann vítthrósanda svenska poeta
Lucidor — Svenskt stríðsfólck fellur inn í Brandinborgarland
— Brendu þeir frönsku eina kirckiu og 32 hús sem þar hiá
voru með fólcke og öllu er þar í var hafðe kvennfólckið með
sín börnn í nefnda kirckiu og hús flúið, efter brennuna fundust
þar 126 brender líkamar hvar á meðal voru kvinnurnar með
börnnin í fangenu til dauða brend — þetta skeðe i Burgumdyen
í Spanienn3) —

Til París í Franckaríke hefur ein kvennpersóna orðið
liettare og átt barnn, sem sagðe sig alldre hafua verið í
nockurs kallmans umgeingne til þeirra efna, helldur i eirnnrar
kvinnu umgeingne hvoria ráðið liet grípa og ransaka, hvor
siðan reindist með kallmans og kvennmans sköpun so að
hún þvilikt verk af náttúrunne kunne að útrietta, var þar
firer áligðtað þvilíkar tvítólaðar persónur skilldu bera
kall-nians klæðe og brúka þann lim sem þeir haíua kallmans
nafn af og láta hinn annan vera óbrúkaðan, efter þvi það
sinist ónáttúrlegðt að ein persóna skule nióta tvöfalldrar fisne
°g holldsins listeseme — Sá franske kóngur inntekur mest
alla Burgundyenn frá þeim spönsku —

Til Bryssel hefur ein stúlcka fædd í Gent firer 2 árum
útgefið sig4) firer kallmans persónu, gefið sig til stríðsmans
hiá spönskum með því móte að hún efter 2 ára þiónustu
mætte frí vera, og þá hún þesse tvö ár þiónað hafðe villde
capteirnninn sökum hennar dugannlegleika og hreiste hana ei

’) þ- e. vínsölukjallarinn Pimmelstángen.

s) Hann hjet Storm og var herforíngi.

3) Óeiginlega til orða tekið.

4) hjer er aftur skr.: firer 2 árum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0165.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free