- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
163

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

AN’NÁLL MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR,

163

Til Hermlin1) skal einn glóande dreke meó stórum
hlióðum vera niðurfallinn — Þann 13. desember um nóttina
hefur verið stór stormur og elldingar til Lyttich og er um
sama tíma af mörgum hundruðum manneskium sieður eirnn
glóande uxe á himnenum, sem síðan burt leið með einu
þicku skíe — Til Sultzmands og Rupach2) hafa menn sieð
eitt halmknippe brennande í loftinu sem í fullum loga er
niðurfallið á iörðina — Ifuer Galmar3) hafa menn sieð eina
stóra glóande kúlu af hvorre margar smákúlur eru niður
falnar og hafua útbreitt sig ifuer staðinn so að það liet sig
ásiá sem að þær fære ifuer fólcksins höfuð —

t Svitzerlande til Badenn hafua menn sieð eina glóande
slöngu eður orm i loftinu, sem gaf eitt hart slag frá sier nær
það hvarf, so sem menn skite af sticke, eður mörgum
bissum.

Til Zoruch4) sáu menn glóande kúlu, sem first varð að
eirnnre sperru5), þar efter varó hún að einum hringorme og
hvarf með stórum brestum so sem skruggu hlióðe.

Keisara kvinnan Claudia Felicitas andast og curfurstans
af Beyerenn — í Cöln hefur einn bónde náð 1 af þeim
nísienu fuglum, hvorier undarleiger og fásiener voru og skeinkt
hann curfurstanum, hann er so stór sem ein önd — Til
Hanouer voru 7 reifarar fangaðer sem höfðu rænt einn
ríð-ande kramara og fært hann af öllum sínum fötum og Iátið
hann lifand[i] innan í hestinn, sem þeir drápu og í staðinn
tekið út inníflin og saumað hestkviðinn so aftur, hvar
maður-inn var firer innan, enn einn iagare fann þennan hestskrock
°g hiálpaðe manninum nær dauðum þar út — 12 mai til
Erlandenn i Ungarienn hefur verið mikill iarðskiálfte, hvar af
e’nn stór kringlóttur múr er niður fallinn og landið eina
niilu vegar allt í kringum staðinn er diúft niður sockið, hvar firer
Tyrckiarner er þar til forsvars láu urðu miög hrædder — 12.
desember í Brabant hafua verið ósiðvanalegar skruggur so 2
kirckiur og nockur hús hafua þar afbrunnið.

’) Hameln í frumr.
’■) Euffach í frumr.
") Colmar í frumr.
4) þ. e. Ziirich.

;’) Et spær (þ. e. spjótV) i frumr.

11*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free