- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
187

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

187

er uppi á fjallinu, en var áður fyrir neðan það, Kötluhlaup
1660 tók af hinn gamla bæ, og var hann siðan fluttur uppá
hálsinn.

I Landnámu er alkunn þjóðsaga um viðureign þeirra
Loðmundar á Sólheiinum og Þrasa i Skógum, er þeir veittu
Jökulsá hver áannan »í þeimvatnagangi varðSólheimasandurí.1)
Þetta hafa margir skilið sem óljósa sögn um eitt hið fyrsta
Kötluhlaup, og hefir hlaupið þá komið niður af Mýrdalsjökli,
eins og tvö hlaup á 13. öld, og fallið niður farveg Jökulsár,
en vera má að einhverjar aðrar eldstöðvar undir jöklinum
hafi valdið þeim hlaupum. Þá getur Landnáma enn fremur
um jarðelda i Alftaveri og á Mýrdalssandi.2) Molda-Gnúpur
nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver alt; þar var
þá vatn mikið og álftaveióar, seldi hann mörgum af
land-námi sínu og gjörðist þar fjölbygt áður jarðeldur rann þar
ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gjörðu þar
tjaldbúðir er heitir á Tjaldavelli. ]?ess er og getið, að Hrafn
hafnarlykill hafi numið land milli Hólmsár og Eyjarár og bjó
í Dynskógum; hann vissi fyrir eldsuppkomu og færði bú sitt
í Lágey. Aður hafa menn haldið að hér væri átt við
Kötlu-hlaup, en það er auðséð að svo er eigi. Hér er beinlínis
sagt að »jarðeldur« hafi runnið ofan i Álftaver, glóandi hraun,
en um jökulhlaup er ekki talað- Hraunið er enn til og sýnir
sig, og eg hefi annarsstaðar, að eg held, fært full rök fyrir
að jarðeldur þessi hafi komið úrEldgjá á Skaftártunguafrétti
og runnið ofan i Alftaver, MeðaUand og Landbrot; hraun
þetta var afarmikið og breytti mjög landi og vötnum þar
eystra.3)

Jón Steingrímsson prófastur hefir safnað frásögnum
um Kötlugos og gert við þær ýmsar athugasemdir, hann hefir
einnig ritað inngang eða formála fyrir ritsafni þessu, og þar
hefir hann reynt að skýra fyrir sér hinar fornu frásögur
Land-námu um hlaup úr Mýrdalsjökli. Jón Steingrimsson ætlar að
jarðeldur sá, er þeir Molda-Gnúpur og Hrafn hafnarlykill
flýðu fyrir, hafi verið Kötluhlaup og heimfærir það til ársins

’) Landnáma. Rvík 1891, bls. 179-180.

2) s. st. bls. 193-194.

3) í\ Th.: Lýsing íslands 2. bindi, 8. kap. Geografisk Tidskrift XII,
bls. 218-220. Andvari 1894, bls. 90-91.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free