- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
190

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

I. UM KÖTLUGJÁ.

Eftir

Jón Steingrímsaon prófast.

1. JJm hennar afstöðu. 1 fult suður á voru landi, eða
þar sem fjórðungar skiftast, nefnilega Austfirðinga- og
Sunn-lendingafjórðungar, á bak við eða fyrir norðan Mýrdalinn og
Eyjatjöllin, þær tvær sveitir, er liggja strandlengis með sjó,
er einn samfastur jökull, sem hefur aðskiljanleg nöfn, eftir
plássum þeim, sem við hann liggja, svo ókunnugir kunna að
meina, hér séu sundurlausir jöklar, eftir nöfnum þeim, sem
þessum jökli tilleggjast, svo sem sýslumann Halldór Jakobsson
hefir hent i því skrifi, er hann samantók i Kaupinhöfn 1757,
um eldbrunafjöll á Islandi, þar hann nefnir Sólheimajökul,
Höfðajökul og Mýrdalsjökul þrjá aðgreinda jökla, þar þetta er
alt einn samfeldur jökull, og liggur ei alleinasta í
Skaftafells-sýslu, heldur og að nokkrum parti í Rangárvallasýslu. I
austur-landsuður frá Heklu eigi 12 heldur tæpar 5 mílur, í
dagmálastað úr Skagafirði norður (hann liggur frá austri og
landnorðri til vesturs og útsuðurs), álengd hérumbil l1/»
þing-mannaleið, svo breiður fyrir austari endann, að með hraðri
ferð má ríða fyrir hann á eiktartíma, en svo mjór fyrir
vestari endann, að fyrir hann má ríða á einni stundu, eða
þar um bil. Hann er brattur með gjám og hnúskum að
sunnanverðu og að nokkru leyti að vestan-útnorðan, en að
norðan-landnorðan af Fjallabaksvegi eða Mælifellssandi er
hann sléttur að sýn og aflíðandi. í Skaftafellssýslu liggur
Mýrdalurinn sunnan undir honum alt að Jökulsá, í
Rangár-vallasýslu, mestöll Eyjafjöllin að sunnan og nokkur partur af
Dalshverfinu að vestan-útnorðan, en Skaftártunga og Alftaverið
í Skaí’tafellssýslu næst að austan-landsunnan. fessi vatnsföll

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free