- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
191

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

191

renna úr honum í Skaftafellssýslu: Leirá, Múlakvisl,
Kerlingar-dalsá, Hafursá, Klifandi, Fúlakvísl og Jökulsá, hverra vatn
hefir ævarandi jökullit; í Rangárvallasýslu: Kaldaklofsá, Laugará,
Svarðbælisá, Holtsá, Emstraáin og enn fleiri. Er það
markverðugt, að svo langt bil sem er á milli vatnsfalla
þessara, má þð af einni marka vöxt hinnarar viðast hvar, þá
nokkur umrót eða vætuköst eru í jöklinum. Nú hefur þessi
samfeldi jökull að fornu haft þessi nöfn, einsog hann hefur
sum enn á þessum tímum, að hann kallast Höfðajökull,
Höfðabrekkujökull af bæjum þeim, sem eru fyrir sunnan hann
og hlaupin úr honum oftast hafa hjá fallið; svo Mýrdalsjökull
af sveitinni; Sólheimajökull af bæ þeim, er vestast stendur i
Skaf’tafellssýslu undir honum; en þá vestur yfir Jökulsá
Eyja-fjallajökull, eða og Guðnasteinn af kletli eða hellisskúta, sem
þar sést ofarlega á honutn. Hvort það nafn, er dregið af
manni, er þangað hefir komizt, eða af skurðgoðum heiðinna
manna, er í taíi er að þangað hafi verið flutt af sinum
til-biðjendum, þá kristnin fór að viðgangast i landinu, og er það
tómt dugnaðarleysi að ei er prófað, hvað í þessu er satt,
þar þangaó er allmögulegt að komast. Að útnorðan kallast
hann Falljökull, þvi hann er svo niðursiginn þar á
undir-lendin; að austanverðu sýnist hann Ilatur, allur flatur með
tveim aflöngum og líðandi jökulhálsum eða hæðum. Er sá
syðri á mun lægri, en sá norðari; en á milli þeirra sýnist
breitt dalverpi, sýnist það sérdeilis ofarlega úr Skaftártungu
vera fult með vatn og íljótandi jaka, er markast af svörtum
þústum, er færast úr stað, og misþykkum láreyk. Og þá
hlaupin hafa þverrað sýnist þar nokkurskonar tæmingur eða
meiri dæld i jöklinum, og er þetta vor nafnkenda Kötlugjá,
sem enginn kann enn að segja með sönnu það sé brunahraun
eða eldgjá með brunagrjóti, fyr en betur rannsakað verður.
Víst sést það ei á grjóti því, er þaðan biltist, sem mestalt er
sem vatnsrunnið eyrargrjót og móberg, fyrir utan það, sem
eldurinn smeltir i vikur-kol og ösku.

TJm hennar afnefning, það er, hvar fyrir dæld þessi
kallast Kötlugjá. Jafnvel þó hvergi finnist i íslands sögutn
eða annálum þetta Kötlugjáarnafn, eða hvar af greind
jökul-dæld hefur fengið það nafn, þá má það hver einn játa og
eftirgefa, að af einhverju er það nafn komið, sem ei er alt of

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free