- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
194

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 194

mundar fróða, en forn og ný mæli leita þar á, að hann hafi
fleygt honum ofan í Heklu, hvað sem satt er í því.

3. TJm Kötlugjár sérlegusiu hlaup. Að úr Mýrdalsjökli
(svo kalla ég jökulinn yfir höfuð) hafi komið ellefu hlaup,
hef ég séð skrifað af sýslumanni Guðmundi Runólfssyni á
Set-bergi í Gullbringusýslu, hvað hann hafði með ártali teiknað
upp eftir eldri manna sögn og skrifum. FJn sú uppteiknun
glataðist fyr og ver en skyldi, svo ég get þar á ekkert vist
grundvallað, sízt um ártölin, þvi verður hér að víkja til
annara skrifa, sem fyrir hendi hef, ásamt frásagna trúverðugra
manna, er ég hefi við talað, og um slíkt hafa heyrt af
for-feðrum sínum og sér eldri mönnum, ásamt að siðustu til
nokkra þeirra eigin sjónar og vitundar um síðustu hlaupin,
hvar við og bætist það, sem ég hef sjálfur séð og veit
full-komlega satt vera. En svo sem auðvitað er, að þessi gjá
hefur samgöng um allan jökulinn, þá má henni vel eignast
hlaup þau, er úr honum hafa á ýmsum stöðum fallið, þó ei
hafi svo áður verið til orða tekið, nema þar hlaupin hafa fallið
í austur-landsuður úr jöklinum.

Jafnvel þó vor Landnáma segi, að Island hafi fyrst fundizt
af Naddoddi víking anno Christi 861, þar þó ei frá því árlali
reiknuð þess bygging, né frá því Ingólfur og Herjólfur [sic]
fóru að leita íslands eftir Hrafna-FIóka 870, heldur er
lands-ins bygging og aðrir viðburðir og athafnir taldar frá þvi
Ingólfur nam hér staðar, og fleiri landnámsmenn, er um þær
mundir hingað komust nefnil. 874. Ingólfur nam staðar á
svo kölluðum Ingólfshöfða, sem er há ey, umgirt með klettum,
stendur mikinn part í sjó, liggur í austari parti
Skaftafells-sýslu og fram af Öræfunum. Frá þessum höfða og réttlinis
með sjó^ eru alteinar eyrar að fráteknu nokkru litlu
kletta-belti í Álftaverinu. Kemur einn annar höfði, er kallast
Hjör-leifshöfði af fóstbróður Ingólfs Hjörleifi, sem þar nam staðar,
gekk þar þá sjávarfjörður inn að höfðanum; nú er þar kominn
fyrir framan jökulhlaupasandur svo mikill, að mælast mundu
nokkur þúsund faðmar til sjós, vegur nærfelt róttlínis á landi
er nærri 4 þingmannaleiðir og sést hver höfðinn af öðrum í
góðri sýn. Hjörleifur bygði bæ sinn vestan undir höfðanum,
rann þar þá sú á, er kallaðist Grímsá, sem nú er annaðhvort
það, sem kallast Múlakvísl eða Seldalsá. Land var skógi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free