- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
196

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 196

meinast að af hafi tekið í þessu hlaupi, eru áðurnefndir
Dyn-skógar, Hranastaðir, Keldur, Loðinsvíkur og jafnvel Atlaey.
Haldast nokkur þessi örnefni ennþá við. Að í þessum plássum
hafi bygðir verið, vill trúanlegt vera þar af, að þá þeir
sýslu-mennirnir, Einar og Hákon áðurnefndir, fengu einn ketilinn,
þar Dynskógar höfðu staðið, létu þeir rannsaka hin plássin þar
örnefnin voru og orð lék á, að bygðir hefðu verið, og
fundust þar ýmisleg kennimerki tii mannaverka, en ekkert
annað fémætt.

Annað hlaupið 934. Það má vel ráða, að það hafi um
þær mundir fallið, svo vel af Landnámu sem Schedis Ara
prests. 3?á eð Þrasi bjó i Skógum, en Loðmundur á
Sól-heimum, er þá kallaðist Loðmundarhvammur, er getið um
vatnshlaup úr jöklinum, hvar af Sólheimasandur varð, hverju
vatni greindir bændur skyldu ineð töfrum hafa veitt hver á
annan, þar til þeim kom saman, að áin skyldi falla til sjóar,
þar sem skemst var. Var þá Loðmundur orðinn blindur og
næsta háaldraður. Svo þó Austfirðingafjórðungur bygðist
síðast, var þó yfir hann bygð komin. En Ari prestur segir
landið hafi bygzt að fullu á 60 árum; þau lögð til 874
full-komna áður sýnt tal 934. Þó má hver einn halda um þetta,
sem vill, nema sannara framkomi.

priðja hlaup 1000. Um þetta hlaup gat einn annáll,
hvern skrifað hafði prófastur þessa héraðs séra Þorleifur
Arnason, er sat á Kálfafelli. Eftir hans fráfall komst það í
eigur þess lögréttumanns, sem hét Einar Högnason, sem
átti sonardóttur hans, í hvers höndum bæði ég og aðrir sáum
það skrif.

Fjorða Maup 1245. Kom eldur upp úr sama jökli með
sand og öskufalli, þeim megin hvar Sólheimar standa undir
honum.

Fimla hlaup 1263. Kom eldur upp í sama stað með
þykku öskufalli, svo að sól sást ei um miðdegi í heiðskíru
veðri. Svoddan skelfileg ógn af einbera vikur, sandi og
stór-björgum hefur i þessum hlaupum úr jöklinum fallið, sem sig
hefur útbreitt á báðar siður, vel svo einn þriðja part úr
þingmannaleið, sem aldrei verður framar grasland, að dýpt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0208.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free