- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
197

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

197

hérumbil 20 faðmar að þverhnýptu á að gizka, eftir því sem
ég hef að sniðhöllu mælt af sandöldum þeim eða bökkum,
sem eru við árfarveginn, þar hún nú á harðri grjóteyri eða
aur rennur. Þar sem þessi hlaup eru þau siðustu sem fallið
hafa úr jöklinum milli Sólheima og Skóga, eftir því sem skrif
sýna, sem fyrir hendi hefi, þá er auðráðanlegt, að jarðeldsins
umbrot hafa fært sig í annarsstaðar til í jöklinum og sprengt
sig upp úr honum. Vitanlegt er, að hlaup þessi hafa land
skemt á báðar síður, þó eigi sé eiginlega um það getið.
Sjáanlegt er um svokallaðan Bæarstað, sem fremst er í
Sól-heimanesi, hvar ennþá mikil fornvirki sjást, er sandur og
aur gátu ei yfir komizt; þar var aðsetursstaður Loðmundar
gamla. Samanrudd dyngja eða hæð er þar skamt frá í
land-norður frá bæjarstæðinu, er nefnist Loðmundarhaugur. Hafa
menn ætlað að grafa í hann sem merki sjást til, hvert þó
hefur að sögn ætíð hindrazt fyrir ýmsa hjátrú og
sjónhverf-ingar. Sagt er ein valva hafi þaðan bæinn (o: Sólheima)
flutt innar í dalinn og upp að fjallinu, hvar hann nú stendur.
I’á hefur og Jökulsá fyrir fult og alt fram úr jöklinum brotizt
i einu klettagljúfri (að hverju Sólheimar eiga land réttlinis
að sjó), úr hverju hún síðar færði sig enn austar, hvar hún
nú vellur fram úr jöklinum og er mikið og strangt vatnsfall,
að i henni hafa drukknað nú í eins manns minni nærfelt hér
um 20 manns. Hefðu ei vorir landnámsmenn kallað svoddan
vatnsfall Fúlalæk, ef að þá hefði verið svo mikil sem nú.
Fúlilækur er og annað vatn, sem rennur í hana austanvert
úr jöklinum hjá Sandfellinu, sem nú sést þar, er alt var
þakið með jökli fyrir 90 árum tilbaka að reikna, eftir því
sem trúverðugir menn segja. Það sýna sjálfir hlutirnir, að
bæði stærri og jafnvel fleiri vatnsföll koma nú fram úr
Mýr-dalsjöklinum, en þau hafa verið í landnámstíð, sem árlega
eyðileggja i kringum- og undirliggjandi lönd. Eitt dæmi af
mörgum er sú á, er Klifandi heitir, og nú úr jöklinum rennur
milli Sólheima og Fells. í útnorðurshorni á Pétursey hefur
bygð verið, þar er einn hellir nú niður við aur, sem tekur
300 fjár fyrir víst, og hár að því skapi, högginn með stúkum
af fornmönnum. Sú er hin stærsta, er inst er, með djúpri
for eftir endilöngu, yfir hverja tréstokkar hafa gengið. Hefi
ég séð þar brot af einum strikuðum að fornum sið. Alt það
graslendi, sem þar undir hefur legið, sem hvað annað, hefir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0209.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free