- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
200

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II. RELATIO &ORSTE1NS MAGNUSSONAR UM
JÖKLABRUNANN FYRI’R AUSTAN 1625.

Pessi uppskrifuð tilfelli, sem hér á sveitum til fallið hafa
um þennan tíma sendi eg yður góði vin sira Gisli Oddsson
hvað alt svo í raun og sannleika tilgengið hefur sem hér
skrifað stendur og margt annað rniklu framar. Biðjum vér
yður með það fyrsta með vissustu skilum þetta sama bréf
lögmanni að senda, eða þeim báðum yðar kæra föður og
honum, en eg bið hvern þeirra sem betur viðkemst að koma
því með góðum skilum til Bessastaða til umboðsmannsins
Níels Hanssonar uppá það, að hann sjái og sannlega viti
hvernin þær Kong. Mttis. eignir, kvikir peningar og dauðir
eru aliir í fári og fordjörfun.

Eg befala yður alla fróma, guðhrædda menn, er þetta
bréf sjá eður heyra einum eilífum, ódauðlegum guði til allrar
umhyggju lífs og sálar nú og eiliflega.

Vitanlegt sé og góðum mönnum að ein sérleg guðs náð
og velgjörningur var og verið hefur, að um þessi öll
ógnar-undur hefur engar skepnur menn né peninga skaðað né til
sakað í neinn máta, hvorki uppá líf né likama, utan fáeina
sauði, og tvo færleika, er í þeim bleytum fastir urðu og
drápust þá vatnshlaupið gjörði, hvar fyrir guði sé lof og eilífar
þakkir. Amen. Amen.

Skrifað á f’ykkvabæ í Álftaveri þann 15. septembris
Anno 1625.

Thorsteirn Magnússon m. e. h.

Nú samstundis eg þetta skrifaði, spurði eg, að drengur
hafði komið að austan og sagt að sama öskufall og eldgangur
hefði ogsvo komið í Öræfi austur og að þar skyldi vera álíka

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0212.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free