- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
207

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

207

að það svo eður svo tilgengið hafi, utan sá sem það alt.
reynt, heyrt og séð hefur. Og stór guðs náðar mildi var. að
menn og peningar slíkar ógnir standast skyldu, og að vor
höfuð og heilar (mannanna) af slíkum siurrandi hljóðum,
braki og brestum skyldu ekki í sundur springa, eða að minsta
kosti heyrnarbrest fá, fyrir hverja hans náðar hjálp, náveru,
vernd og aðstoð honum sé lof og eilifar þakkir fyrir utan
enda. Amen.

I þessum sömu myrkraundrum og á sama degi sem eg
var í kirkju með ljós og menn mínir hjá mér, þá komu
svoddan iij skruggur og reiðarþrumuhljóð sín í hvert sinn
yfir og uin kirkjuna, að oss þótti úr öllu hófi keyra og vér
valla staðist gátum, rneintum og ei annars þar með en það,
að kirkjan mundi með öllu ofan ríða og á oss falla. Og
einnar þessarar hljóð og hljómur (hver að allar aðrar fyrir
og eftir þær eg sá og beyrði yfirgekk) hleypti svoddan þunga
og verk í mitt höfuð, að eg mig valla (allan þann dag) borið
gat. En eftir nón, sem á móti miðjum aftni, þá birti upp
nokkuð, því vindblær stóð lítill úr þeirri átt, en samt dreif
þó sandinum bæði smám og stórum, sumum steinum rigndi
svo stórum sem hnefa manns, utan þeir voru svobrunnirað
þeir héldu sér ekki saman nær maður tók þá upp, og mátti
mann melja þá til ösku á milli fingra sér; féll þennan dag
svo þykkur sandur hér i Veri að það var nær í ökla á
slétta velli.

Þann 8. septembris var vindur á suðvestan, hélt þá öllu
samt öskufalli, hljóðum, myrkri, braki og brestum að
fjalla-bygðinni, svo að þann dag rigndi sandi og ösku í Tungu
meir en þverhandarþykt ofan á það áður koinið var. ÍPennan
sama dag eftir miðdegi kom svoddan duna, dýnkur, hljóð og
gnyr í jökulinn í Iangan tíma, að jörðin öll skalf undir, svo
vér eigi annars meintum en það sem þá eftir var af jöklinum
mundi þá alt i einu með vatni og eldgangi springa og
upp-hlaupa, svo menn ógnaði þá ekki sízt á að heyra, var þá
dimmviðri mikið, svo ekki sást hvað gjörðist. En þó var
mín meining (sem og margra annara) að í þeim sama
lang-varandi dyn, nið og jarðarinnar hræring og bifan (hvað þó
eigi var sem annar jarðskjálfti, heldur svo sem jörðin rigaði
ser, upp og niður gengi, svo sem mundi hún upphlaupa vilja)
að þá mundi uppsprungið hafa úr sama jökli allir þeir smá-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0219.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free