- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
219

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

219

jöklinum spillingu undirorpin og lögð, sökum öskuduftsins,
meina menn það þó meira í Tungunni, hvaðan ei hefir
kunnað að fréttast sökum torfæru á aurunum og líklegt má
sýnast af fyrirskrifuðu. Enn eitt skal þó allra furðanlegast
þykja, sjórinn hefur svo mikillega undan látið, að varla er
trúanlegf., utan ásýndarmönnum, þessu jöklanna áhlaupi, svo
mikið sem það hér i nánd hefir tilnáð, að þar sem fiskiskip
sátu á sjó 20 faðma djúp, er nú orðinn þur fjörusandur.
3?etta stóra jöklahlaup hefir og stóran skaða gjört i sömu
sveit þeirri jörðu Höfða að nafni, svo varla eður ei mun
byggjast. Þetta sama hlaup gekk hátt og lágt yfir sveitina
Alftaver þann 3. nóv., grandaði engum mönnum fyrir dásemd
drottins, en peningamissir varð nokkur, og þessar fjórar
jarðir, sem heita: Hraunbær, Skálabær, Sauðhúsnes og
Hraun-gerði nær því eyddar að túnum og engjum, einnig sjálfur
staðurinn Þykkvabæjarklaustur mjög spjallaður.

Þetta hefi eg samanskrifað, svo hið sanna vita mættu
þeir það girnast, og þeir þakki guði fyrir líðunarsama
þolin-mæði drottins framkomna við mennina hér í nálægð, biðji
einnig drottinn aó ei oss straffi í sinni reiði, heldur náð sýni
eftir miskun sinni, hvers aðstoð góðfús lesari sé bífalaður i
Jesú nafni.

Kerlingardal 12. nóyember’). anno 1660.

Jón Salómonsson.

Viöbœtir Jóns prófasts Steingrimssonar við rit síra Jóns
Sálónionssonar um hlaupið 1660.2)

Framar er þetta í frásögn að færa, að bygðin á
áminst-um kirkjustað Höfðabrekku, fram undan fjallinu, lagðist
öld-ungis af, þar alt tún, engjar og hagar, sem þar var, tók af
svo hörmulega, að þar verður aldrei framar grasland eða
bygð til veraldarinnar enda. Hinar 4 jarðirnar eyðilögðust
fáein ár og komust svo aftur i stand. Höfðabrekka tapaði
sinu útræði, sem var við svokallaðan Skiphellir, eru nú
þaðan mörg þúsund tals(!) til sjós og ekkert útræði, alt það
pláss er yfirkafió með vikur, sandi, leir, bleytulónum og
aur-Pytturn, svo þó þar hafi vaxið við lægðir nokkur melstrá, hafa

’) Sum hdr. 17. nóv.
2) Hdrs. J. S. nr. 158 fol.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0231.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free