- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
218

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

218

SK.ÝRSLUR UM KÖTLUGOS.

una að mestu, en stóð að óskertum viðum, að fráteknu
stand-þilinu framan undir, þó langvarandi straumur hefði í kringum
hana flóað, því hún hafði enn frí verið fyrir stórjöklum.
Sefaðist svo nokkuð um, nær áleið daginn, svo menn gengu
þá svo sem úr öllum skugga, það ei mundi framar granda.
Næstkomandi nótt féll svo svart myrkur og öskufall, að
ei varð grein á gjörð nokkurri birtu, hvað að yfirstóð litinn
tíma.

Hér eftir, 9. nóvember, var gott veður, vatnalaust að
mestu tilsýndar, vildi því fólkið hverfa aftur til bæjarins frá
hverjum það hafði áður flúið, og tjaldað yfir sér hærra í
fjallabrekkunum og nær það var í þessum umsvifum, heyrðist
ómátanlegt vatnsflóð og dynjandí, svo alt þótti í þess
að-rensli skjálfa og titra, hvert að miklu strangari og meiri
fram-för hafði, en hin fyrirfarandi nokkurn tíma haft höfðu, og
það með þeirri skaðlegri framkvæmd og verkun, að það
burtsópaði svo varla varð eftir lítið af kirkjunni, sem áður
var leirkafin, öllum bænum þvert igegnum, svo þar sá ei
stein yfir öðrum eftir standa, svo sem þar hefði aldrei hús
nokkurntíma staðið, veggir eða bygging, að fráteknu
baðstofu-húsi, hvert að átti Vigfús Magnússon og tveir partar
bað-stofunnar Isleifs. En þessi eftirskrifuð hús misti ísleifur: 3
skemmur, alt með góóum greniviðum uppgjörðar, stofu
al-þiljaða með borði og bekkjum, anddyrnar með 2 loftum,
skála undir sama formi með rúmstokkum og viðum. En
Vigfús þessi misti hússkálann í sama máta, stofu vel sterka,
eina skemmu, stafngólf af annari; hver vatnsstraumur svo
hátt upp gekk, að hann og einnig til heygarðsins og fjóssins
náði, en þó fyrir utan stóran skaða, misti ísleifur í sínum
húsum mikinn part sinna búshluta, æta og óæta, olli því
mest, að menn duldust við, að ei mundi að bænum ganga
til skaða. í móti öllum vana og likindum framrann svo sá
straumur allan þann dag, þó sefun nokkur yrði á
jökulhlaup-inu. Stóð svo í kyrð þann 10. og 11. nóvembris hér
ná-lægt, þó hið sama sé að heyra úr jöklinum um stórdynkina,
hljóðlætin í loftinu með þrásömum jarðskjálftum.

Þann 12. nóv. kom enn fram fyrir austan Höfðabrekku,
nær því í mesta lagi sem áður hafði framflóað, jöklahlaup
með vatninu, gjörði þó ei meiri skaðaverkun en hin, því
það hélt sér nokkurnveginn í farvegnum. Jörð hér nálægt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0230.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free