- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
224

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 224

annað eins umrnáls. Þann grasvaxna háls, sem lá milli
Sel-dals og Léreftshöfuðs, hefir jökulhlaupið ailan burttekið, víst
stórt hundrað faðmar í jörð, niður að stóru hellubjargi, sem
var aldeilis sprungulaust, og svo slétt sem heflað tré, í því
eru þó nokkrir steinkatlar; það er að vídd, sem til þess sést,
ei minna en 4 kýrfóðurs vellir. Ur bæjardyrunum á
Höfða-brekku sást upp fyrir kirkjuna þetta margnefnt vatnshlaup, en
fyrir neðan kirkjuna og bæinn voru þó háir hamrar og svo
grasbrekkur, niður til sléttlendis. Það tók af bæinn
Hjörleifs-höfða með mestallri eigu ábúandans, sem þar var inni,
sömu-leiðis fjósið og allan nautpening (tals 6), þar var þá ei
heima utan ein kona með hálfárs gömlu barni og
ungl-ingspilti, sem flúðu í hellisskúta sínu lífi að bjarga.1)
Konunnar ektamaður var við kirkju á Höfðabrekku,
þegar jökulhlaupið fyrst kom og sá upp á allar þessar
ógnir.

Að lögfastir, ærlegir menn hafi svo frá sagt, sem fyr
skrifað stendur, vitnum við undirskrifaðir, að Höfðabrekku,
þann 28. júní, annó 1722.

Þórður Þorleifsson. Erlendur Gunnarsson.

Þýðing þessarar ritgjörðar á dönsku, þó með dálitlum
breytingum var prentuð i Kaupmannahöfn 1726, tvö blöð í
4°: »Fuldkommen Relation om det forskrekkelige Vandfald
og Exundation af det Bierg Kotlugiaa, 0sten paa Issland,
som skeede 1721. Efter tvende troeværdige Glosterholderes
Beretning paa Lands-Tinget 1725, forfærdiget. Kjóbenhavn.
Trykt udi Hans Kongelige Majestets privilegerede Bogtrykkerie

Kirkjubæjar
klausturhaldari.

í’ykkvabæjar
klausturhaldari.

1726.«

l) Um eyöing Hjörleifsliöfða eru ítarlegri sagnir í eldriti Markúsar
Loptssonar bls. 27—29, en annars er skýrsla jpessi jaar töluvert
af bökuð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free