- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
223

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

223

Kl. 3 kom hlaupið sjálft með viðlikt hraðri ferð sem
kaupskip með hægum byr og fór svo langt út í sjóinn, að
af hæstu fjöllum sást eigi út fyrir þenna ís, þar til af honum
að framan losnaði, sem vestur með landinu færðist, alt að
Reykjaness-röst á Suðurnesjum, og sást á ferð um nokkra
daga, en svo langt var hann í hafið, að sumtíðis sáu menn
hvergi til sjávar. Sá jökull, sem eftir var fastur, meinast í
sjónum botn hafa staðið, að vísu 3 vikur sjávar frá því sem
áður var land, og er sú meining um kunnugra dánumanna,
að hér muni 100 faðma djúp, þar hann kyr stóð, líkt háu
eldbruna hraunkletta fjalli, sem náði þaðan og norður fyrir
Hafursey, í þann stóra fasta jökul, hvaðan þessar ógnir
úr-koma, gekk og hlaupið jafnhátt Höfðabrekkufjalli og tók af
alt grasland upp undir hamra, að fráteknu litlu plássi i
Núp-um austan, sömuleiðis alt haglendi um Nyrðrisund og
Gláms-hvamma, mikinn part af Selfjalli og allan Seldal. I’að sama
jökulhlaup hljóp út með Skiphellisnefi og alt út fyrir
Skor-beinsílúðir, fyrir austan Vikurklett. En sjávarflóðið, sem frá
jöklinum rann, þegar hann í sjóinn kom, fór að Víkurbæ og
spilti þar bæði túnum og engjum, tók einnig skipin, teinæring
og áttæring, undir Víkurkletti og braut þau til stórra skemda,
en þeir menn, sem skipunum bjarga ætluðu, komust i mikla
lifshættu; þessi sjávarólga eður fylling, gekk yfir fjörur hér í
Mýrdal og undir Eyjafjöllum, niður braut hjalla í
Vestmanna-eyjum, svo flestir menn þar mistu það lýsi, sem áttu; það
gekk einnig uppá land í Þorlákshöfn og Grindavík. Þann 12.
mai, svonær kl. 7 um morguninn, kom stórt vatnshlaup með
íshrafli, sem yfir gekk allan þennan fyrnefnda háa jökul, svo
langt i haf sem tilsást; það gjörði stóra farvegi i jökulinn,
hverjir af umreisendum hafa siðan fyrir veg lagðir verið með
stórri hættu og skaðavon, ei alleinasta vegna ótraustleika
jökulsins af gjám og sprungum, heldur vatns og bleytu, hvert
sumtiðir er líkt sjávarboðum. Meirgreint vatnshlaup gekk inn
úr Sundum og færði jökulinn svo nær undir Kerlingardalsbæ,
af hverju Kerlingardalsá uppstíflaðist, svo hún enga framrás
hafði 20 dægur, livaraf bænum varð ei óhætt, þar til það framrás
náði undir jöklinum. Þetta hlaup færði einninn inn fyrir
bæinn Fagradal þá miklu kiettaurð, sem var fyrir framan
Skiphellir. Sömuleiðis hefir jökulhlaupið burttekið einn drang,
sem stóð nærri Hjörleifshöfða, að visu tvitugan að hæð og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free