- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
231

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

281

til útnorðurs af Hafursey, framan undan falljöklinum, og
út-gjörir fyrir víst 2 hluta sléttlendis milli Hjörleifshöfða og
svo-kallaðra Kaplagarða, hvar af það kom, að eigi gat forsorgast
á þeirri jörð, hvorki á högum né heybjörg, langt frá svo
margar skepnur sem áður. Svo sem hlaupið 1660 féll yfir á
öndverðum vetri og burttök æta og óæta hluti, er bræðurnir
Isleifur og Vigfús Magnússynir áttu i húsum sínum, og þau
mestan part með, urðu þeir með prestinum sira Jóni
Saló-monssyni og öllu sínu fölki þaðan að flýja, viku þeir til
bróður síns Hallgríms, sem þann tíð bjó einn á öllum
Kerl-ingardal (svo fer mannskap og eignum aftur, að nú hokra
þar við -f bændur). Tók hann vel við þeim og öllum
varn-aði þeirra; voru þeir þann vetur og svo lengi, þar til hús
gátu aftur uppbygt handa sér uppá brúninni, þar bærinn nú
stendur. Svo góður og mikill var heyskapur, sem jörðinni
Höfðabrekku fylgdi fyrir þetla hlaup, að annar bræðranna
hafði 13, hinn 14 kýr á fóðri, naut, lömb og hesta að auki.
En það verkuðu þessi tvö hlaup, ásamt það sem eftir þau
kom 1755, að í meðalári til nota forsorgast ei á þessari jörð
meir en 9 kýr og lömb að því skapi.

Gísla Jónssonar biskups máldagi segir 1575, að
HÖfða-brekkukirkja eigi 8 kýr, 40 ásauðar og 2 hdr. i köplum,
fasta-góss 100 hdr., garðurinn alls 1 hdr. hundraða, 4 hdr., hefur
þvílikur dýrleiki og innstæðufjöldi minkað og aftekist
auðráð-anlega annaðhvort i hlaupinu 1580 eða 1625, þvi að eftir
hlaupið 1660 finst skrifað af Einari Þorsteinssyni, sem hér
var sýslumaður, hafi jörðina niðursett til 80 hdr., en Mag.
Brynjólfur biskup Sveinsson samþykkir á almennu prestamóti
á Þingvöllum, 1. júlí 1663, að jörðin skuli þá vera að
dýr-leika 40 hdr. og kirkjukúgildi 11. Við hverja gjörð og
sam-þykt bleif, þar tíl hlaupið 1721, 11. maí yfirdundi, sem var
svo ógnarlega mikið, að jökullinn, sem fram flaut, sást upp
yfir kirkjuna frá bænum og að sjá til Hjörleifshöfða varð
mann að fara uppá Hákolla, eitt fjall i landnorður frá
Höfða-brekku, fyrir víst 2 hundruð faðma hátt, en beinn vegur ei
minni til höfðans, en með hraðri ferð verður riðinn heila stund
dags, ef ei meir. Það heyskapar og hagapláss, sem fyrra
hlaupið 1660 eftirskildi framan og neðan undir ásamt
selstöð-unni með öllu þvi kostgóða landi og skógi, sem var norðan
undir svo kölluðu Selfjalli, rótaði þetta hlaup burt í botn og

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0243.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free