- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
237

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

237

uninn, sást enn þá sá stóri eids- og sandmökkur með
hlaup-andi eldingum um hann víðast og jarðhræringum hörðum
í bland, þó lengra á millum þeirra en vant var; þetta gekk
til kvölds, en hvessti mjög undir athafnatíma, með
krapa-skúrum. Aðfaranóttina varð heiðríkt loft, viðhéldust ennþá
stórbrestir og dynkir úr gjánni, með miklum eldgangi um
mökkinn, þá nótt sneri vindurinn sér meir til norðurs en
vant var. Miðvikudaginn, þann 22., um morguninn, var
ösku-fall komið um allan Mýrdal, svo sporrækt var orðið á
sleg-inni1) jörðu, þá varð varla meira en hálfbjart í húsum framan
af deginum, en þá voru smákippir og skruðningar í bland,
sást þá sjaldan til mökksins fyrir sandmistri, en þá nokkuð
frá himnaði fyrir óstöðugleik vindsins, sást til þessa stóra
mökks viðlíkt og vant var, þetta öskufall óx lítið þenna dag
til hádegis, því oftast blés vindurinn tii suðausturs; eftir
mið-dag hvessti á útnorðan svo mökkinum sió einsog fyr til
suð-austurs i Mýrdal mikinn part, sást þá glöggara til mökksins,
eins sem þá mest var hina dagana, og um þann tíma allan
voru mestu skruðningar af framgang vatns og jökuls. Að
liðnum miðmunda féll öskufallið aftur yfir Mýrdalssveit, dimdi
þá svo að kveikja varð i húsum, það gekk til kvölds og fram
á nótt með strjálum jarðskjálftum og2) skruðningum. fessa
nótt, undir daginn, hvessti á landnorðan3), sem gekk allan
þann dag fram yfir miðnætti, sást þá ekki neitt til mökksins
fyrir dimmviðrisfjúki; um kvöldið, eftir gjafatíma, gengu
hræði-legar jarðhræringar með stórbrestum, skruðningum og
eld-gangi, hver býsn og undur gengu 2 parta næturinnar, þá
áleið þessa nótt, lygndi og minkaði fjúkið, sneri vindurinn sér
þá til vesturs, nær sömu áttar, sem áður staðið hafði.
Föstu-daginn þann fyrsta í vetri, sem var 24-., sást ennþá
ógnar-iegur mökkur með eldgangi um hann allan, líkt sem þááður
mest hafði verið, voru og ennþá eldingar í bland með
skruðn-ingum, vægari en um nóttina, snjórinn varð stórum svartur
og grár af sandinum, þetta gekk til hádegis um daginn. Eftir

„sléttri". A.

2) „en þó hörðum". A.

s) „austan landnorðan með fjúki, hverju öskufallið var þó ei
með-fylgjandi, þvi það lagði þá vestur eftir Mýrdalsjökii og tvístraðist
yfir Eyjafjöll, Landeyjar og Fljótshlíð." A.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free