- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
252

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VI. KÖTLUHLAUP, ÁRID 182 3,

telcið í augsýn andspœnis gjánni frá Mýrum í Alftaveri.

af

J. Austmann presti.1)

Arið 1823, þann 26. Júní, var lengst af stinningsvindur
frá norðri, ónotalegur nístingskuldi, enda þótt sól sjáandi
meður skýjadeild, er endur og eins byrgði fyrirhana; stundu
fyrir náttmál drógst upp í landnorðri dökkur dainpaflóki, sem
á svipstundu jafnaði sig um alt himinhvolfið og með það
sama gerði svo myrkt fjúkjel, að naumast var ratljóst, stóð
það hérumbil 1 kl. stund (o: til náttmála) þar til því rauf
upp aftur. Kom nú upp í útnorðri (héðan frá Mýrum til að
sjá) norðan og austan megin við hæstan Mýrdalsjökul,
geysi-mikill eld- eður reykjar-mökkur, sem steig furðulega hátt í
loft upp og sýndist sem að stafaði niður úr honum, á að
gizka sands- eða öskusalli. Meðan á þessu stóð, sá eg útúr
falljöklinum, fyrir norðan Hafurseyjarfjöll á Mýrdalssandi
neðarlega útfossa vatnsflóð, sem jafnaði sig um jökulinn og
sýndist færast upp eftir honum, er eg gjörði mér í lund
or-saka mundi vatnsfyllingar í jöklinum innanverðum, sem meir
og meir væru að vaxa og útbreiðast. Tóku nú strax að sjást
talsverðar leiftranir; stinningsvindur viðhélzt frá norðri,
kuld-inn sami og með honum töluverður frjósandi. KI. 2 eftir
miðja nótt kom nú vatnsflóðið hingað niður í sókn mína,
Álftaver, hérumbil 2/3 parta þingmannaleiðar frá jöklinum,
sem útaf lækjarbökkum og farvegum rann og ílóði víða um

’) Prentaö eftir eiginhandarriti síra Jóns Jónssonar Austmanns
í hdrs. J. S. nr. 422, 4°. Eitgjörðin, sem upprunalega liefir verið send
Steingrími biskupi Jónssyni, er rituö með blendingi af jótaskrift og
snarhönd og fremur ill aflestrar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0264.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free