- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
259

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

259

aftan, kom hér vanaleg vatnsfylling, hverri um sólsetur tók
að fjara aftur. Næsta nótt var blíð og spök og ekkert
mark-vert á henni. Þann 16. Júlí heyrðist snemma dags geysi
vatnsniður í vestrinu, hverjum á eftir fylgdi vatnsfylling, sem
frá því stundu fyrir dagmál og það daginn út var heldur að
glæðast; vindurinn var þá hvass frá vestri og útnorðri;
mökk-urinn sami með býsna sandfalli iitaði jökulinn biksvartan;
annað slagið sýndist þó mökkurinn lítið eitt mjórri niður við
gjána. Á næstu nótt, sem var einkar blíð, fór seinastnefndu
vatnsflóði heldur að þverra. Þann 17. Júlí var iosvindi frá
útsuðri, feiki-vatnsflóð á sandinum, sem hingað kom á nóni
og viðhélzt daginn út; náði eg nú með fylgi að mér búsmala
minum. Næstu nótt var stinningshafkaldi; seinastnefnt
vatns-flóð stóð enn við sama og það næsta dag út, nefnilega þann
18. Júlí, þá rokkaði vindurinn til úr ýmsum áttum, þokaðist
loks upp og gjörði talsverða skúr; undir sólsetur fjaraði
að-eins lítilsháttar tjeðri vatnsfyllingu. Á næstu nótt var kulur
af landnorðri. Þann 19. Júlí var sami stinningsvindur,
eink-um frá landnorðri og eftir hádegi fór fyrst að fjara á
sand-inum seinastnefndu vatnshlaupi og þar af fljótandi skömmu
seinna hér. Á þessum degi lagði eg einkum merki til,
hversu’ að þau áðurnefndu Huldufjöll (inn af
Höfðabrekkuaf-rétti, skautuðu hátt upp yfir fjalljökulinn, en hann sjálfur
mik-ið lækkaður orðinn (líklega af tæmingu vatnsins innan
úrjökl-inum). Á næstu nóttu var vanaleg veðurbliða, bar ekkert
nýrra til. 3?ann 20. Júli var hægur vindkulur frá
land-norðri, þann dag fjaraði mikið vatninu á Mýrdalssandi,
mökkurinn þá mjög svo breytilegur, ýmist furðulega mikili
ummáls niður við uppkomu hans, en þá eftir fáein augnablik
örmjór. Nú gat eg loks flutt messu á kirkju minni eftir 3
messuföll, sem Landbrotsáar fylling hafði orsakað, í hverri
eg nú fótgangandi hryllilega hraktist með lífshættu. Seinast
á degi þeim fór fremur að spýtast fram á sandínn, en hét
ekki að næði hingað svo að nokkru sætti. Á fylgjandi nóttu
fagurt veður og logn. Þann 21. Júlí var stinningsvindur frá
haf-landsuðri, þokaðist þá heldurupp svo að þegará daginnleið,
mist-ist sýn á jöklinum ; smágubba var enn nú jökullinn fram á
Mýr-dalssand. Næsta nótt var sérlega fögur, vindsvali frá landnorðri.

Þann 22. Júli var losvindi frá hafi, ekki sást þá til
jök-ulsins þann dag; talsvert vatn æddi þá fram af sandinum, af

17*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0271.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free