- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
273

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

SK.ÝRSLUR UM KÖTLUGOS.

273

en síðar vitnaðist að þetta voru flækjur af svokölluðu
sum-tagi og buska, eða rótum undan mel (elymus arenarius) úr
stærstu melakollum, sem hlaupið hafði með heilu og höldnu
sópað burt með sér úr Herjúlfsstaðabót eða öðrum
melpláss-um á Mýrdalssandi.1) Um morguninn sama dags kom
geysi-legt vatnshlaup 1 annað sinn fram yfir Álftaver með
megn-um jökulhroða, er á dagmálum var engu minna orðið en hið
fyrsta, en tók þá heldur að réna. Leiftranir og einstaka
dun-ur heyrðust og sáust. Sólskin var dauft og hægur vindblær
frá haflandsuðri. Ekki sást til vatns niður af falljöklinum,
því það hefur þá verið búið að rífa sig niður í gljúfur fram
undan honum; en missmíði þau sáust uppi við eldvarpið, —
hvaðan mökkinn nú heldur lagði til fjalla — að það
virt-ist fremur hafa etið sig út til norðausturs. Stundu eftir nón
hófst á ný frá jöklinum að heyra þungur vatnsniður, samt
glæringar og dynkir úr hófi; sást þá frá Mýrum, hvernig
fall-jökullinn niður við sandinn brotnaði upp og veltist um,
rót-uðust þá heilar jökuldyngjur fram á sandinn með megnu
vatnsflóði, sem hingað — segir Austmann prestur, — kom i
þriðja sinn beljandi fram, rétt um náttmálabil, meira en þau
fyrri með voðalegri jökulhrönn, er þess á meðal slíflaði um
hríð ár og farvegi alla. Fór nú fólk frá 4 bæjum, er
sunn-ast lágu, að flýja á hæstu hóla og dvaldist þar næstu 2
næt-Á meðal þessara bjóst eg þá — segir presturinn — til
flótta-ferðar austur á svokallaðan Mýrnahöfða, hæsta pláss í
jarð-arinnar landi, og þangað að færa tjald, matvæli og iveruföt,
dróst þö för fólks að heiman, þar vatnið að kalla stóð við
sama um nóttina, svo eg lagði mig lauslega til livíldar, en
lét halda vörð á meðan. Nótt þessa var hægur gustur
ánorð-an og hreint regn lengst af; en á Höfðabrekku krapaskúrir
á austan fram undir miðjan morgun næsta dag, og um
kvöld-ið var ei orðið meira vatn í Múlakvísl en vanalega í meðal-

A Hjörleifshöfðafjöru fanst á eftir hlaupið svo mikið rekið af
SJÓ afsmáum skógarviði, að sjá nýjum með rótum og laufi, að klyfja
mátti marga hesta, sýnilega rifið upp af vatni eða skriðuhlaupi, en
hvaðan er vant að segja, þó sumir meini úr norðaustanverðum Haf-

urseyjarhvömmum.

15

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0285.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free