- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
274

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192

SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS. 274

lagi eða minna og á sandinum skift í fleiri stórkvislir fram
í sjó.1)

Þann 29. var hér í Mýrdalnum þykt loft og gustur á
landi-sunnan, samt smáregnskúrir fram um miðjan dag, en meira
um kvöldið. Var þá líka öndverðan dag einsog hlé á
dun-um og eldslögum, og hlýindaveður hér ytra, þó kaldara og
landnyrðara væri austar og kornéljahryðjur i Verinu. Einni
slundu fyrir hádegi varð hér vart við hægan jarðskjálfta og
sterkari litið fyrir nón; en þar á eftir jukust brestir, dunur í
jöklinum, sem snerist upp i varandi nið eða suðu, likasta þvi
að jökullinn væri að innan vel hálffullur af vatni, sem af
ofsalegasta hita væri að vella og lemjast til og frá innan i
ógnastóru holi, eður og því — þó i smærra sé, — sem
heyr-ist niðri í jörðinni um kring Geysir í Biskupstungum, rétt
áður hann gýs hið harðasta. ÍPessi suða viðhélzt án nokkurs
millibils til náttmála, og sáust þá hvorki né heyrðust talsverð
reiðarslög i lofti fyr en farin var sól, héldust þau síðan við
alla nótt með einstöku jarðskjálftum. En þó bar ekki á
töluverðri óeirð né ótjálgu í hagapeningi hér í Vík, að
frá-tekinni sýkingu eða bráðasótt á einstöku sauðkind, er menn
þó heldur álitu sandsótt af því, sem rigndi hér fyrsta
kvöld-ið. En nú fréttist að rignt hefði svo sandi undir Eyjafjöllum
alt út að Rimhúsaál, að sumir væru flúnir þaðan með
skepn-úr sínar til útsveitanna, eins og hinir af yztu
Mýrdalsbæjun-um, hingað austur til vor, en þótt vér þættumst búa í
strá-húsi sjálfir, enda var nú sand- og öskufallið orðið svo mikið
í Sólheimasókn, að af grasi stóð ei uppúr annað en hæstu
sóleyjartoppar, og á Sólheimum var sandurinn sagður alin
þykkur á húsmænirum, og slétt fent yfir lága garða. Hér
um mitt milli hádegis og dagmála kom ný vatnsfylling fram
i Verið i 4. sinni, þeim mun ógurlegri hinum fyrri, sem þær
voru minna fjaraðar, jökulhrannirnar altaf að aukast, og viða

tar aldrei upp- frá þessu varð vart við vatnshlaup í
Múla-vísl, né fyrir vestan Ilafui’sey, þá er likast til að þennan dag. hafi
sig fram þrengt það síðan kunnuga drápsvatn, fyrir austan Haf’ursey,
Kötiukvísl, (þannig fyrst allra naf’ngefin af landsyfirréttarassessori
B. ’Thorarensen i hans snotra kvæði eftir sýslumann fórarinji Oefjörð,
sem í henni beið sitt endadægur), hver ekkert er annað en sú
fyrver-andi Múlakvísl, hvar um vísast meira síðar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0286.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free