- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
276

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

276

SKÝRSLUR OM KÖTLUGOS.

fóru með jarmi og druni raglandi til og frá, og tóku varla
niður. Eftir nón heyrðist hér eitt hið allra stærsta
reiðar-slag í landnorðri, og eftir það tók að rigna stórum sand- og
íshöglum, sem litlu eftir að niður komu urðu að svartri eðju;
þessu fylgdi kuldi og ódaunn mikill; heyrðust þaðan af mestu
skruðningar og niður í landnorðri og austri bak við
bygðar-fjöilin, likast því, að nýtt hlaup væri á ferð fram yfir
sand-inn, hvers þó ekki finst getið. Seinast um kvöidið var logn og
heiðríkt að vestan, sá þá glögt allan vesturjaðarinn á þeim
ógnar-lega mökkstólpa, er nú sýndist ná upp í hvirfil lofts og
beygj-ast þar lítið eitt til suðausturs, með strjálum en framúr
hörð-um eldslögum, sem viðnélzt alla nó’tt til miðsmorguns daginn
eftir. fennan dag allan, einsog næturnar fyrir og eftir,
þverr-aði vatnshlaupið bæði fram í Kiælarana og Múlakvísl, en mun
þó hafa viðhaldist á miðsandinum fram fyrir austan
Hjör-leifshöfða. Ferðaðist Austmann prestur þá upp að efstu
bæ-um í Verinu, sem bezt horfðu við eldvarpinu, varð hann
þess þá fyrst vís, bæði að gosið kom úr jökulhvilft þeirri,
hvar Katla er sögð vera, einsog fyrri eldrit greina milli hnúka
tveggja, suðaustan til á Mýrdalsjökli, þar hann er hæstur,
hvar eldvarpið virtist opið frá útsuðri til landsuðurs, einsog
hann áður tilgat.1) Líka sá hann að gjárinnar austari
barm-ur eða slakkinn sjálfur, sem horfir móti Verinu, var talsvert
lækkaður og stór klett- eða hraunhnjúkur kominn upp úr
jökulisnum norðan við hvilftina, sem eldvarpið. var í.2) Hann
sá og héðan glögglega jökulgljúfrið, fram úr falljöklinum fyrir
austan Hafursey, skamt frá svokölluðum Huldufjöllum, sem
nú eru af jökli umgirt norður af Höfðabrekku austurafrétti.

Þann 1. júlí var þykt loft með kolsvörtum vind- og
mökkskýjum, kalt og hvast á vestan-útsunnan, þurt að
fram-an en um kvöldið þokuyrja. Mökki hélt til landsuðurs fram
yfir Verið, svo að þar með úthallandi degi rigndi sandi tals-

1) Samanber 28. að framan og Kötlu uppáferðarrit prests
inn-fært i Kl. póstsins 1823, nr. 9.

2) Petta mun vera sá sami hnjúkur og presturinn síðar kom á.
En hór að auk sást sumarið eftir hlaupið, ekki einungis svartur
hnjúk-ur kominn upp úr barminum framan við eldvarpið, hvar
jökulslakk-inn er lægstur, heldur jiar að auki í svarta, tilsýndar þverhnýpta
hamra, norðan í vestari jökulhnjúk eða barmi eldvarpsins, eða uppi í
sjáifu eldvarpinu af Loðinsvíknahálsi, jjar sem hann er hæstur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0288.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free