- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
277

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

277

verðum, er mjög sveið er kom í augu fólks, en hríðgrátt var
alt að sjá til fjalla frá Höfðabrekku og Vík af
sandhagla-rigningu nóttina og daginn áður. Strjálari, en þeim mun
harðari, skruggur og suða í jöklinum heyrðust hér ytra, en
langtum meira í Verinu. Mökkstrokan varð ekki deild hér
vegna bræludrifsskýja i loftinu, hvar við fram yfir miðjan dag
bættist óhollasta fokmóða frá Út-Mýrdalnum, hvar svo miklu
hafði áður rignt, en minkað þó við regnyrjuna um kvöldið.
Jarðskjálfti fanst hér að líðandi dagmálum og aftur litlu af
miðjum aftni töluverður og einstöku dunur um nóttina.
íennan dag fór hreppstjórinn í Verinu, Þorkell Jónsson, að
forvitnast um, hvort ekki yrði komist út yfir sandinn, en
mátti bráðum hörfa á hæl vegna vatna og bleytu ógrynnandi.
Um þessar mundir flýðu Út-Mýrdælir með sauðfé sitt hingað
austur á bæi og sleptu því að mestu sjálfala, en kúnum komu
þeir fyrir með nokkru af fólki sínu bæði út undir
EyjafjöII-um og hér og hvar um Mýrdalinn miðjan, þó yfirgáfu fáir
sem engir býli sín.

fann 2. sama átt með drjúgum vindi, þurri drifþoku og
skýja-deild, svo til mökksins sást ekki nema endur og
sinn-um milli skýjanna, og að honum hélt einsog í gær og
jafn-vel hafði færst nokkuð á austur-landnorður uppkoma hans
að sjá frá Vík. Úr Verinu sýndist sem landsynningur
kítt-ist með útsynningi og skiftu mökknum með sér, þó mest
legði fram yfir Verið, þó ineð minna sandfalli en í gær. Frá
því mitt milli miðsmorguns og dagmála gengu og heyrðust
hér í Mýrdalnum sterkar en ekki svo tíðar þrumur, alt fram
yfir miðjan dag; út því vægnaði þeim til sólarlags hér, en
voru tíðari í Verinu, og vöruðu framt að mínútu hver, og
héldust fram um nón. Um kvöldið sló hér vestur yfir megnri
kuldaþoku, sem margir hugóu mestan part reykjargufu
vest-an úr Eyjafjallajökli. Um nóttina gekk mikill eldgangur og
úr Verinu heyrðust einstöku dunur. Þennan dag sást frá
Höfðabrekku öll Hafursey hvítgrá að ofan af snjó og
sand-rigningu; vatn svo mikið fram fyrir austan hana suður i sjó,
austur undir Alftaver, að hvergi sást eyri nema deplar einir
af Lág- og Lambeyjarjöklum um og eftir sólarlag, með
slík-um hávöðum að ofan sem mestu brimsjóum við land, svo
niðurinn heyrðist út að Höfðabrekku álíkt og meira lagi
sjáv-arhljóð. Sneri þetta og aftur 2 ferðamönnum að austan, er

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0289.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free