- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
284

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

284

SKÝRSLUR DM KÖTLUGOS.

Þ. 14. var þykt loft með drifskýjum, hvast á austan um
morguninn, með nógu öskuryki af fjörunum, en lygndi um
miðjan dag; regn til fjalla, en ekki við sjóinn fyr en lítið
eitt nóttina eftir. Til jökulsins fékst ekki að sjá, fyr en um
kvöldið, var mökkur þá í lægra lagi og bar til útnorðurs,
samt var oft að heyra dunur þangað um kvöldið og nóttina,
og vatnshlaup fór um sama leyti fram af sandi, sem ekki
bar á í Verinu.

£\ 15. þykt loft og sama átt, en nær þvi logn og hiti,
nema litill útrænuandvari þegar áleið; þyknaði heldur með
kvöldinu og gjörði regnáleiðingu, sem þó varð lítið af, en
með þessari skúr, sem hafði viktríls smekk, rigndi nokkrum
sandi. Dunur og suða heyrðust nú nær alla tíð frá
eldvarp-inu. I seytjánda sinni kom um miðaftan vatnshlaup yfir
Verið, sem þó fór að fjara um sólarlag; auðsýnilegt var og
þaðan, hve sandurinn altaf fór hækkandi austan undir
Haf-ursey.

Þ. 16. var hér heiðríkt og hvast á landnorðan, en þó
hitaveður frá um miðjan dag fram undir kvöld, gjörði þá
svo mikið ösku- eða dampamistur hér upp af jörðinni, að
varla sást Reynisfjall að heiman frá Vik, þó engu fyndist
nið-ur rigna. ÍPegar lygndi um kvöldið og loft kólnaði, seig þetta
mistur niður, og sem botnfeldist, þar til það hvarf að öllu,
hvar upp á fylgdi náttfall töluvert. Mökkur var þá héðan að
sjá hægur og alt þegjandi. Vatnshlaup kom mikið fram á
sandinn og nokkurt i Verið í 18. sinni um miðaftansleytið,
hverju fjara fór um sólsetur.1) Þar var stinningsvindur á
út-norðan allan daginn.

Þann 17. var þykt og heitt hægveður, á landsunnan og
rétt úr hafi, en um kvöldið stinn og köld útnyrðings
þoku-bræla; mökkur ekki mikill, og alt með kyrð; þó varð vart
við vatnskast nokkurt fram úr Múlakvíslarfarveg og líka í
Verinu í 19. sinni, um nónbil, sem lítið að sönnu fjaraði
móti venju daginn eftir, en ekki til riða fyr en þ. 19. eftir
hádegi.

Pað er altítt við jökulvötn, að nm hásumarið fara þau að
vaxa fyrir, um og eftir miðjan dag, eftir sem hiti er til, er því ekki
ólíklegt, að mörg eða velílest af þeim síðari vatnshlaupum, er komu
í Verið seinni hluta dags og þornuðu hráðum af’tur, við kvöldið, hafi
þannig verið nndir sic; komin, en ekki komið af eldinum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0296.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free