- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
285

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

192 SKÝRSLUR UM KÖl’LUGOS.

285

18. sama útnorðanátt, en minni þokubræla, og
logn-hiti, aðeins um miðjan daginn. Um nðnbil heyrðist héðan
ein mjög þung reiðarþruma frá norðri, og upp á hana
kast-aði niður drjúgri regnskúr með nokkrum sandi. Héðan af
sást hvorki né heyrðist frá. Vík til þessa eldvarps né neinna
þess verkana, mest vegna þykkveðurs, sem viðhélzt alt til
þess 26., þá ekki var svo mikið sem hitagufa að sjá þar upp
yfir. Sjá við 23. júlí.

f\ 19. fðru fyrst að berast hingað fréttir úr útsveitunum
með heimkomandi kaupferðamönnum, seint i næstliðinni viku.
Segja þeir slika þyrringa vestra, að varla mætti sig væta á
sokkaleistum í Flöa, og hvervetna sárauman grasvöxt, lengst
af næturfrost,1) og svo kalt, að trautt höfðu menn getað
hald-ið sér vörmum. Að norðan bezta árferði og hafísar áiburtu.
Pennan dag áræddu fyrst 3 menn úr Höfðabrekkusókn að
komast fótgangandi austur á Hjörleifshöfða, til að vitja um
hvernig þar liði, fengu rakið sig innan um óbotnandi
jökul-bleytu, og náðu klaklaust heim aftur um kvöldið. í
Höfðan-um hafði aldrei sandi rignt, alt heilt á hófi og málnyta i bezta
blóma, einsog hvergi frá heyrist, að nokkurri manneskju
hafi af þessu hlaupi orðið lifstjón né lima, meðan það stóð,2)
og varla skepna farist, að fráteknu því, er síðan vantaði á
haustheimtir, og ekki veit hvað af verður. Samt misti þessi
kongsjörð töluvert melslægjupláss upp með Háöldukvisl, sem

l) Af dagbók Austmanns prests er að ráða, að meðan þessi
eld-gangur yfirstóð, en þótt kalt og krassafult væri um daga, var altaf
spakasta og inndælasta veður eystra þar á nóttum alt t’ram í ágúst.

a) Af því fleirum er lieldur hætt við að ýkja en vana flesta
ó-venjulega tilburði, svo var nú og flutt austan yfir sand að 2 menn,
sinn í hvoru sinni, hefðu nær því dauðrotast af reiðarslagi, hvað þó
síðan ekki varð sannað. En að slíkt maklega heföi getað skeð,
eins-og náttúrufróðir vei þekkja, reyndi eg á sjálfum mér um kvöldið þann
28. júní, er eg kom aftur frá Höfðabrekku, þegar eg átti skamt eftir
heim að bænum í Syðri-Vík, reið megn þruma, einsog oftast þann dag,
var leiftur hennar dökkrautt, og fyrir mínum augum lagað sem
af-langt skeyti, svo sem álnarlangt, er mér sýndist sem fara vildi rétt 1
fang mér. Hestinum brá og nokkuð við, en eg þóttist finna til fyrir
brjóstinu, sem af megnu ratkraftarslagi, er og gjörði mér líka verkun,
nefnilega sterkari svita, og þá tilfinning á eftir um stund, sem eg ekki
get útmálað. En alkunnugt er, að með þessháttar slögum má hæglega
drepa skepnur, á sama hátt sem reiðarslög gjöra.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0297.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free