- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
296

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 296

og hann mjög úr lagi færður. T. d. árfærir sá texti skrána
til ársins »1539, á 12. ári ríkis Hákonar Magnússonar«, sem
er helber vitleisa, og auk þess hefur sá, sem ritaði þennan
útdrátt, ekki gætt þess, að öll hundruð í hinni gömlu skrá
eru tólfræð, enn hann telur þau tíræð (með serkneskum
tölum). Pegar Jón Sigurðsson skrifaði um skrána árið 1850
í 10. árgangi Nírra fjelagsrita á 27.—29. bls., þekti hann
ekki önnur handrit af henni enn þessi tvö, sem síðast vóru
nefnd (B-textann), og sló því þá fram, að hún mundi vera
frá dögum Hákonar hins sjötta með því nafni, Magnússonar,
helst frá árinu 1366, enn Dægradvöl Gottskálks sinir, að það
getur ekki verið rjett; hún árfærir skrána til »1311 á 12.
ári ríkis vórs herra Hákonar, Noregs konungs,
Magn-ússonar«, þ. e. Hákonar fimta (hálegs), og kemur það alveg
heim, því að Hákon háleggur kom til ríkis árið 1299. Annars
er þessi B-texti með öllu marklaus, nema að svo miklu leiti
sem hann staðfestir textann í Dægradvöl, enn þar sem hann
greinir á, er hann að engu hafandi.

Af þessu leiðir, að Dægradvöl er í rauninni ein til
frá-sagnar um, hvað í þessari skrá hafi staðið frá upphafi. Og
skráin er mjög merkileg, eigi að eins af því, að það er
fróðlegt að vita, hversu mikinn skatt konungur fjekk af
landi voru um þessar mundir, heldur og af þvi, að vjer því
miður nú sem stendur höfum ekki nein önnur betri drög enn
skrána til að ákveða mannfjölda hjer á landi í birjun 14.
aldar. Auk þess sínir skráin ljóslega hvernig síslum var
skift milli síslumanna konungs um þetta leiti.

Hvað segir þá skráin, rjett lesin og rjett skilin, um tölu
skattbænda, upphæð skattsins og sísluskiftinguna árið 1311?
Pessari spurningu ríður á að svara sem rjettast, því að
ann-ars verða þær áliktanir rangar, sem af skránni má draga.
Textinn í Dægradvöl er ekki gallalaus, sem ekki er heldur
við að búast, þar sem handritið er firir víst 250 árum ingra
enn frumritið. Enn það er mikil bót í máli, að handritið
leiðrjettir sig að nokkru leiti sjálft, því að skráin greinir bæði
skattbændatöluna og upphæð skattsins í hverjum fjórðungi,
og verða þær tölur að koma heim, ef rjett er lesið, því að
vjervitum, að hver skattbóndi átti að gjalda 10 álnir í skatt,
og á því skatturinn, talinn í álnum, að gera tífalda upphæð
við skattbændatöluna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0308.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free