- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
304

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

304

um skattbændata l 1311. 304

um hlítur að vera of há, og getur það ekki stafað af öðru
enn því, að skattbændurnir eru taldir of margir í annari
hvorri sislunni eða báðum, og hlítur að muna um 100.
í síslunni milli Jökulsár og Þjórsár vóru skatt-

bændur taldir....................................... 268

Enn í síslunni milli Þjórsár og Botnsár........... 660

Firri töluna, í Bangárvallasíslu, virðist með engu móti
mega minka. Hún sínist vera helst til lág í samanburði við
skattbændatöluna í hinni síslunni, einkum þegar tekið er tillit
til þess, að Bangárvallasísla hlítur þá að hafa verið tiltölulega
talsvert blómlegri enn nú, þar sem hún hefur síðan orðið
firir svo miklu tjóni af völdum náttúrunnar, eldgosum,
sand-foki osfrv., miklu fremur enn nágrannahjeröð hennar vestan
Þjórsár.

Aftur á móti virðist hitt nær sanni að lækka
skattbænda-töluna í vestursíslu fjórðungsins (Arness-, Gullbringu- og
Kjósarsíslu) um 100 menn. Þar verða þá 560 skattbændur.
Þrátt firir lækkunina verður Bangárvallasísla þó tæplega
hálfdrættingur við vestursisluna, og lætur það mjög nærri
eftir fólksmegni nú á timum, þegar kaupstaðir eru frá
taldir1).

Enn hvernig verður þessari breitingu komið heim við
texta skrárinnar. Hún segir, að i vestursíslunni, milli Þjórsár
og Botnsár, hafi skattbændatalan verið: »d. oc .lx.«

Þetta kemur alveg heim við hina fundnu tölu, 560, sem
vjer teljum vera rjetta, e f vjer megum setja svo, að ritarinn
hafi hjer á þessum stað átt við tiræð hundruð, þar sem

*) Árið 1901 voru 4973 mans í Rarigárvallasíslu og
Vestmannaeija-síslu samtals (í Rangárv.síslu einni 4366), enn rúmlega 10000
í takmarkinu milli fjórsár og Botnsár að kaupstöðum frátöldum,
Jeg get ekki greint nákvæmlega hina síðari tölu, af því að
mann-talið í Eirarbakkakaupstað 1901, eins og það er greint í ritg.
Indriða Einarssonar um mannfjölda í kaupstöðum í
Landshags-skírslum Srir 1907 á 126. bls., kemur ekki heim við manntalið i
Eirarbakkasókn eftir bók Hagfrœðisstofnunarinnar í
Kaupmanna-höf’n, er nefnist: Manntalið á íslandi 1901, Khöfn 1904, á 4. bls.
Enn talan er nærri sanni. Enn má taka fram til samanburðar,
að eftir Jarðatali Johnsens 389.-391. bls. var dírleiki jarða í
Rangárvalla og Vestmannaeija sislum samtals 6298 hundruð,
enn í Arness-, Gullbringu- og Kjósar- síslum og í
Reikjavíkur-lögsagnarumdæmi samtals 13689 hundruð.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free