- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
310

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

II. MANNFJÖLDI 1311.

Eins og kunnugt er, hjelst skatturinn gamli alt fram á
vora daga. Hann var ekki afnuminn fir enn með lögum 14.
des. 1877 um skatt á ábúð og afnotum jarða og á lausafje;
hafði hann þá staðið nokkurn veginn óbreittur i rúmar sex
aldir.

Af þvi að grundvöllur þessa gjalds hefur alt af verið
hinn sami, liggur nærri að álikta, að skattgjaldendatalan á
ímsum timum standi í sama hlutfalli við tölu allra bænda á
sömu tímum, og sömuleiðis við fólkstöluna. Að þvi er snertir
árið 1311, þekkjum vjer að eins tölu skattgjaldenda, enn
hvorki tölu allra bænda landsins nje fólkstöluna. Enn þessar
óþektu stærðir ætti að mega finna með samanburði við
síð-ari árin, þar sem vjer þekkjum allar þessar stærðir, svo
framarlega sem vjer megum treista því, að hlutfallið milli
þeirra sje nokkurn veginn hið sama á ímsum timum.

Þetta hefur og verið reint. Magnús Stephensen talar um
slíkar tilraunir í Island i det 18. árhundrede á 266.—268.
bls. Á 19. öldinni reindu þeir Jón Sigurðsson og Arnljótur
Ólafsson að finna með þessu móti fólkstalið á 14. öldinni og
jafnvel líka á dögum Gizurar biskups út úr
þingfararkaups-bændatali hans (um 1095)x). Enn grundvöllurinn undir
út-reikningi þeirra var ekki svo rjettur sem skildi. First og
fremst þektu þeir ekki nema mjög ófullkomin handrit af
skattatalinu 1311 (B-textann) með afbökuðum tölum, auk þess

*) Jón Sigurðsson í N. Pjelagsr. X 28.-29. bls. Arnljótur Ólafsson
í Skírslum um landshagi á Islandi I 322. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free