- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
328

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 328

hinum forna, enn ekki nema 12662 i Vestfirðingafjórðungi.*)
Um Austfirðingafjórðung er alt óljósara, þvi að vjer höfum
miklu færri sagnir þaðan enn úr Vestfirðingafjórðungi frá
þjóðveldistímanum, einkum úr því að kemur fram á 11. öld.
Enn þingfararkaupsbændatalið frá c. 1095 og
skattbænda-skráin frá 1311, borin saman við skattatölin 1840 og 1850,
eru næg sönnun firir því, að efnahagur manna í þeim
fjórð-ungi, og sjerstaklega i Múlaþingi, hefur verið tiltölulega miklu
Iakari á þjóðveldistímanum, enn hann var um miðja 19. öld.
Fólkstöl þau, sem til eru, virðast þó benda til, að
framfar-irnar i Múlaþingi stafi einna mest, eða ef til vill eingöngu,
frá 19. öldinni. Eftir þeim var mannfjöldinn í Múlasislum:

1708: 4101 1810: 3982 1840: 5749
1769: 3470 1820: 4132 1850: 61892)
1801: 3623 1830: 4688.

Hefur þá fjölgað í þessu hjeraði um 2566 mans á
árun-um 1801 til 1850, eða um 70,8 af hundraði hverju, og er
það nærri þrefalt meiri fjölgun, enn á sjer stað samtímis á
öllu landinu. Árið 1801 var fólkstala landsins i heild sinni
47240 mans, enn 1850: 59157, og nemur sú fjölgun 25,2 af
hverju hundraði.3)

Vjer getum þannig leitt góð og gild rök að því, hvað til
þess kemur, að Vestfirðingafjórðungur og
Austfirðingafjórð-ungur hafa skift um sæti, ef svo má að orði kveða, árin 1840
og 1850 móts við árin 1095 og 1311. Að öðru leiti stendur
jöfnuðurinn milli fjórðunganna óbreittur frá 1090 fram á vora

’) Sjá Landsliagsskírslur íirir 1908, 79. bls,

2) Tölur þessar eru teknar úr riti Bjarna Tborsteinssonar: Om
ls-lands Folkemængde og akon. Tilstand, Kh. 1834 (firri töflunni),
Skírslum um landsh. á ísl. I 430. bls., Landshagsskírslum firir
1903, 79. bls., og Statistiske Oplysninger om Island, udg. af
Sta-tens statistiske Bureau, Kh. 1907, 3. bls.

3) Manntalsbækur firir báðar Múlasislurnar eru ekki til first framan
af 19. öldinni, nema hrafi firir árin 1803-1813. Árið 1805 eru
skattgjaldendur í báðum sislunum 370 samtals, enn árið 1813 eru
þeir 287. Stafar sú fœkkun víst af ijárfelli, sem var þar 1807 og
af harðindunum, sem vóru næstu ár á undan 1813 (sbr. Arbækur
Espólins XII 8. og 55. bls.). Á árunum 1813—1850 vantar lítið
á, að skattgjaldendatalan tvöfaldist.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0340.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free