- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
329

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM SK.ATTBÆNDATAL 1311.

329

daga. Norðlendingatjórðungur heldar altaf firsta sæti, og
hefur hann þó víst altaf verið fámennari enn
Sunnlendinga-fjórðungur; að minsta kosti vitum vjer, að svo var 1840 og
1850, og er það sint hjer að framan; enn að svo hafi og verið
til forna, sjest á mjög merkilegri athugasemd, sem Hungrvaka
ein hnítir við frásögn sína frá manntali Gizurar biskups;
hún segir svo: Váru þá 7 hundruð í
Austfirðinga-fjórðungi, en 10 hundruð í Sunnlendingafjórðungi,
9 hundruð i Vestfirðingafjórðungi, en í
Norðlend-ingafjórðungi 12, ok var sá auðgastr at jöfnu manntali.1)
Að þessi jöfnuður milli fólkstals og skattmegins hefur haldið
sjer um svo margar aldir, virðist benda til þess, að tiltala
fólksmegins og skattmegins í meðalárum hafi ekki breitst
verulega allan þennan tíma, þegar litið er á landið í heild
sinni, og að leifilegt sje að leiða áliktanir um fólksfjölda árin
1095 og 1311 af gjaldendatölu þessara ára með samanburði
við hlutfall sömu stærða á 19. öldinni, og munum vjer nú
athuga það efni nánara.

Tökum first árið 1311. Þá var grundvöllurinn undir
skattgjaldinu að mestu leiti hinn sami og á 19. öldinni, og
er því samanburður eigi að eins leifilegur, heldur og
rjett-mætur og sjálfsagður.

Grundvöllurinn felst í Jónsbók Þegnsk. 1. k. 3?ar segir
svo: Hverr sá bóndi er skyldr at gjalda skatt ok
þingfararkaup, er skuldahjón hans hvert á kú eða
kúgildi, skip eða nót, ok skal hann eiga um fram
eyk,2) uxa eða hross, ok alla þá bús búhluti, er þat
bú má eigi þarfnaz. En skuldahjú hans eru þeir

’) Bisk. I 69. bls. Árið 1753 eru skattgjaldendur fleiri í
Sunnlend-ingafjórðungi enn í Norðlendingafjórðungi, enn Jiað stafar
ber-sínilega af harðindunum 1751—1752, sem lögðust jsingst á
Norð-lendingafjórðung og að nokkru á Austfirðingafjórðung (sjá hjer
að framan).

") Hjer virði’st ljóst, að eykr er alment heiti, sem nær ifir bœði
uxa og hross. Jeg tek jietta fram, af jíví að sumir hafa
mis-skilið Jiað.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0341.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free