- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
337

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM SKATTBÆNDATAL 131].

337

fasteign, heldur vanalega um friðan pening.1) Pegar
rentu-kammerið hafði lagt blessun sína ifir samlagningarskattinn i
Gullbringusíslu, fóru fleiri síslumenn að leifa sjer að beita
honum, enn úr því varð óánægja og kærur, og leiddi til þess,
að rentukammerið gaf út nítt brjef 28. apríl 1832; sjest á
því, að þá var orðið >algengt að taka tillit til fasteignar« við
innheimtu skattsins, og að síslumenn báru firir sig, að þetta
hefði tíðkast, meðan þeir vissu til. Rentukammerinu þikir
varhugavert að bregða fornri venju, enn brínir þó firir
síslu-mönnum, að þeir megi ekki taka samlagningarskatt, nema
þar sem það hafi tíðkast að undanförnu.2) Pá. koma
kvart-anir til alþingis út af samlagningarskatti um miðja 19. öld,
enn þó ekki nema úr Gullbringusíslu og Árnessíslu.3) Árið
1861 lætur stjórnin konungsfulltrúa lísa ifir skoðun sinni á
málinu, segir, að »frá lagaþíðingarinnar hlið sje ifirgnæfandi
ástæða til að miða skattskilduna einungis við lausafje«, enn
vill þó fara eftir venjunni í hverri sislu og ítrekar brjef
rentu-kammersins frá 28. apr. 1832.4) Auðvitað hækkar tala
skatt-gjaldenda á landinu 1840—1850 nokkuð við þennan
samlagn-ingarskatt, frá því sem hún ætti að vera að rjettu lagi, enn
þó líklega ekki íkja mikið, af því að allmargir jarðeigendur
vóru í skatti hvort sem var sakir lausafjártiundarinnar einnar.
Það má telja vist, að samlagningarskattur tíðkaðist ekki árið
1311, enn hins vegar er sennilegt, að framtal bænda hafi þá
verið nær sanni enn 1840—1850, því að það er víst, að
bændur drógu mjög mikið sumir, jafnvel meira enn helming,
undan tíund af fje sínu á 19. öldinni, einkum á Suðurlandi,
enn árið 1311 höfðu þeir meira aðhald, því að þá vann hver
bóndi eið að tíund sinni.5) Vegur þetta að öllum líkindum
nokkurn veginn upp á móti sainlagningarskattinum.

Verið getur, að efnahagur inanna hafi verið ifirleitt heldur

l) Sbr. Jónsb. ÓH. Kaupab. 6., 15. og 16. k. Landslb. 56. k.

’’) Lovsamling for Island X 79.-83. bls.

3) Alþingistíöindi 1855, 585.-588. bls. 1859, 298,—312. bls.

*) Alþingistíð. 1861, 298.-312. bls.

6) Grág. Kb. II 206.-207. bls. Kristinn r. Árna biskups NgL. V
33. bls. Að vísu varðaði ekki við lög, þó að maður drægi undan
fjórðung af fje sínu og getur verið, að margir bafi talið sjer það
beimilt. Enn ifir höfuð að tala virðist þó liklegt, að framtalið
hafl verið rjettara og minna undan dregið enn á 19. öldinni.

22

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0349.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free