- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
339

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM SKATTBÆNDATAL 1311.

339

verði nokkurn veginn jafnt, og þar sem vjer nú þekkjum
báða liði þessa hlutfals á 19. öldinni, bæði skattgjaldendatölu
og fólksfjölda, og annan liðinn, skattgjaldendatöluna, 1311,
ættum vjer eftir þvi að geta reiknað út fólksfjöldann 1311,
án þess að miklu munaði.Enn þetta er þó bundið því
skilirði, að bæði hafi árið 1311 verið meðalár, og að
vjer tökum meðalár til samanburðar á 19. öldinni,
því að annars getur munað mjög miklu. Vjer höfum áður
sínt dæmi þess, hve skattgjaldendatalan er viðkvæm firir
harð-æri og góðæri.

Var árið 1311 meðalár? Um það getum vjer ekki sagt
með fullri vissu, því að sagnir eru fáar og óljósar frá þeim
tímum. Enn víst er það, að næstu 10 ár á undan geta
annálar ekki um almenn hallæri. Árið 1300 kom upp eldur
i Heklu »með svo miklu [afli, að fjallið rifnaði, svo að sjá
mun mega meðan ísland er bygt«. Vindur var af landsuðri
og bar mökkinn norður ifir landið milli Vatnsskarðs og
Öxar-fjarðarheiðar og huldi alla jörðina sandi.2) Þetta var ll.júlí
um sumarið3), mánudaginn í 13. viku sumars, um það leiti
sem túnasláttur birjar, og hnekti sandfallið mjög heiskap firir
norðan, því að »menn máttu treglega slá firir öskufalli og
sandfalli«.4) Gerði af þessu hallæri firir norðan land.5)
Vet-urinn eftir er getið um, að mikill manndauði hafi verið u
Eljótum og í Skagafirði«G) firir og eftir jólin og látist eigi
færra enn 5 hundruð manna. Líklegt er, að þessi manndauði

Arnljótur Ólafsson o. íl. liafa haft þá aöferð að reikna first út,
live mörg heimili hafi verið ala 1311 eftir hlutfallinu miLli
skatt-gjaldendatölu og tölu allra heimila 1753, og fundið síðan út
fólks-töluna með því að gera, að jafnmargir hafi verið í heimili að
meðaltali 1311 eins og 1753. fetta finst mjer vera að seilast um
hurð til loku. Hitt er miklu einfaldara, nákvæmara og í alla
staði rjettara, að fara eingöngu eftir hlutfallinu milli
skattgjald-endatölu og fólksfjölda.

2) Laurentius s. Biak. 1 809. ísl. ann. 1300.

3) JHöyers annáll, sem oft er fillri enn hinir annálarnir; „fyrir
mið-sumar" Flat.-ann.

4) Höyers annáll.

6) Svo („fyrir norðan land") Höyers annáll. Honungsannáll sleppir
þessum orðum, enn setur þó „hallærið" í samband við öskufallið.
Svo Flat.-ann. og LögmansannálL. Höyers annáll, líonungsannáLl
og Skálholtsannáll hafa: „fyrir norðan land".

22*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0351.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free