- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
345

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um skattbændata l 1311.

345

þarfnask. En skuldahjú hans eru þeir menn allir,
er hann á fram at færa, ok þeir verkmenn, sem þar
þurfu at skyldu fyrir at vinna.1)

Ef vjer berum þennan texta saman við Kb.-textann, sem
prentaður var áður, sjáum vjer, að efnismunurinn er sá, að
Sthb. sleppir orðinu skuldalausa á eftir kú, enn hins vegar
standa orðin ok skal hann eiga um fram eyk, oxa eða
hross að eins í Sthb., enn ekki í Kb.

Með öðrum orðum: eftir Konungsbók greiðist
þingfarar-kaup að eins af skuldlausri lausafjáreign, eftir Sthb. af öllu
lausafje, hvort sem það er skuldlaust eða ekki. Hins vegar
bætir Sthb. einum eik (uxa eða hrossi) við fjáreign þá, sem
heimtuð er í Kb. sem skilirði firir þingfararkaupsskildunni.

Þessi verulegi efnismunur stafar eflaust af þvi, að önnur
bókin, og þá líklega hin eldri, Kb., hefur varðveitt þessa
lagagrein í hennar eldri mind, enn hin hefur tekið tillit til
breitinga, sem síðar hafa á orðið. A þeirri skoðun var
Arnljótur Ólafsson, og skal nú leiða rök að því, að hún sje
rjett.

Hið elsta skattgjald, sem sögur fara af hjer á landi, er
hoftollurinn; þá er næst þingfararkaupsgjaldið, og getur vel
verið, að það hafi frá upphafi átt eitthvað skilt við
hoftoll-inn, því að hof eða blót og þing standa 1 mjög nánu
sam-bandi hvort við annað.2) Pá bætist við tíundargjaldið árið
1096 og er þar líka náið samband á milli þess og
þingfarar-kaupsins, því að frá upphafi áttu ekki aðrir að gjalda
tiund enn þingfararkaupsbændur. í hinum fornu

r) Sbr. AM. 125 A í Grág. Kh. 1883, 431.—432. bls., sem kemur heim
við þetta að eí’ninu til.

2) fetta samband milli hoftols og þingfararkaups mætti hugsa sjer
á þá leið, að goðarnir hafi, meðan heiðni stóð, haft hoftollinn
eigi að eins til viðhalds hofunum og til blóta og blótveislna,
heldur og, nokkurn part af honum, til þeas að gjalda þingmönnum
sínum f’arareiri til alj)ingis, enn síðan, J)egar kristni kom og hof
og blót lögðust niður, hafi gjaldið verið lækkað og úr þvi
ein-göngu liaft til þingfararkostnaðar og fengið því nafnið
þingfarar-kaup. Petta verður auðvitað aldrei annað enn getgáta, enn víst
er það, að hvergi er talað um þingfararkaup í heiðni. Líka
skoðun hefur Hannes biskup Finsson sett fram í athugasemd við
Kristni sögu útg. 1773 á 138,—139. bls. neðanmáls. Á öðru máli
er Konr. Maurer, Island 151. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0357.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free