- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
347

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um skattbændata l 1311.

347

gildi firir hvert skuldahjón, alveg eins og í Sthb. Vjer getum
nú ekki efast um, að Jónsbók hefur hjer tekið upp óbreitt
þau lög, sem giltu um þingfararkaupsskilduna um það leiti,
sem landið gekk á hönd konungi, eða um 1262, enda sínir
samhljóðun hennar og Staðarhólsbókar, að svo var. Af þessu
leiðir, að lagagreinin, eins og hún er orðuð í Kb., hlítur að
vera frá eldri tímum, að svo miklu leiti sem henni ber ekki
saman við Sthb.

Ekki vitum vjer nú firir vist, hvað til bar, að þessar
breitingar vóru gerðar á hinum fornu þingfararkaupslögum.
Síðari breitingin, um eikinn um fram, er mjög óveruleg, og
getur verið, að hún sje frá upphafi að eins lögskíring, svo
til komin, aö efnalitlir bændur, sem vóru rjett á
takmörk-unum að gjalda þingfararkaup, hafi álitið sjer leifilegt að
telja einn eik, sem hafður var til flutninga eða firir plógi1)
og ekki annars arðberandi, með þeim »bús búhlutum«, sem
búið mátti eigi þarfnast, og svo hafi þetta verið tekið í lög,
þegar það var orðið að venju. Firri breitingin, er nam burt
heimildina til að telja skuldir frá lausafjáreígninni, er aftur
á móti mjög veruleg, enn i rauninni er hún ekki óeðlileg.
I sjálfu sjer er það óhentugt, þegar um skattgjald er að ræða,
að leift sje að draga skuldir frá gjaldstofninum, þvi að það
getur gefið tilefni til undanbragða. Það var i hag goðunum,
sem gjaldið áttu að taka, að þetta leifi væri afnumið, að þvi
er þingfararkaupið snerti, enn i óhag gjaldendum. Samt
mundu goðarnir liklega ekki hafa filgt því fast fram að fá
breiting á þessu, ef gjaldendurnir hefðu ekki sjálfir komið
þar hálfa leið til móts við þá. Þingfararkaupið virðist hafa
verið mjög lágt gjald og ekki tilfinnanlegt firir gjaldendur.
Upphæð þess var komin undir samkomulagi milli hvers goða
°g þingmanna hans, og verið getur, að þaö hafi verið
mis-hátt í ímsum hjeruðum og hærra í þeim sem fjær lágu
Þingvelli.2) Á einum stað er það talið hálfur eirir 3 álnir

’) Sbr. Grág. Kb. II 193. bls.: Arðroxi gamall á vár, pat er
m etfé.

") Jeg skal í þessu sambandi taka það fram, að orðið
þingfarar-kaup er tvírætt í fornu máli. fað þíðir bæði ’kaup það, sem
bver einstakur þingmaður tók firir að fara til þings með
goð-anum’, ’þingfarareiri’, og ’gjald það, sem
þingfararkaupsbænd-urnir guldu goðanum, ef þeir fóru ekki til þings, í þeirri veru,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0359.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free