- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
348

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296

UM SKATTBÆNDATA L 1311. 348

vaðmála), enn þar er að vísu um vorþing að ræða.1) Að
minsta kosti er líklegt, að það hafi hvergi farið fram úr 8
álnum, eða verið hærra enn skatturinn, sem Hákon gamli
fór fram á og fjekk hjá íslendingum 1262—1264.2) í
Jóns-bók Þegnsk. 1. k. er þingfararkaupið talið jafnt skattinum,
10 álnir hvort gjald um sig. Hins vegar stóðu
þingfararkaups-bændur skör hærra enn aðrir bændur og nutu ímsra
þegn-rjettinda, sem aðrir höfðu ekki. Þeir einir vóru rjettir
þing-heijendur, þeir einir vóru kvaddir búakviðar, og þeir vóru
svo að segja einráðir í sveitamálum.3) Af þessu leiddi, að
sá var ekki skoðaður sem maður með mönnum, sem ekki
galt þingfararkaup. Má því ætla, að flestir þeir, sem nokkuð
höfðu umleikis, hafi viljað láta telja sig með
þingfararkaups-bændum, einkum þar sem gjaldið var svo lágt, og að margir
þeirra hafi í þessu skini ekki notað sjer heimild þá, sem
lögin veittu, til að draga skuldir frá lausafjáreigninni. Var því
eðlilegt, að lagabreiting, sem fór í þá átt að nema burtu

að hann af jm greiddi þeim, sem fóru, jiingfarareirinn’. IJeir
þingfararkaupshændur, sem til þings fóru, vóru nefndir
þing-heijendur, og er sagt um þá, að þeir skulu „taka þingfararkaup
(o: farareiri) enn eigi gjalda (o: þingfararkaupsgjaldið)14. tað
leiðir af sjálfu sjer, að farareiririnn var mishár, eftir því livort
þingheijandinn átti heima nær eða fjær fingvelli, enda má ráða
það af Jónsbók fingfararb. 2. k. Líklegt er, að gjaldið hafi líka
verið nokkru hærra úr hinum fjai-lægari hjeruðum enn úr
ná-grannahjeruðunum, enn þó hefur það líkast til ekki munað mjög
miklu og síst því, sem svaraði farareirismuninum. Sennilegt
þikir mjer, að farareiririnn hafi alstaðar verið nokkru hærri enn
þingfararkaupsgjaldið. Fjöldi þeirra, sem heima sátu, jafnaði það
upp, og úr hinum fjarlægari sveitum hafa líklega færri farið til
þings að tiltölu, enn úr nærsveitunum. fað nær engri átt, að
gjaldið hafi alstaðar verið jafnhátt farareirinum. Eftir Jónsbók
fengu menn úr Múlaþingi norðan Öxarheiðar 18 aura í farareiri,
og líklega hafa þeir ekki fengið minna á þjóðveldistímanum.
Enn svo hátt hefur þingfararkaupsgjaldið aldrei verið í þeim
sveitum.

’) Grág. Kb. I 106.—107. bls.

2) í riti mínu Um upphaf konungsvalds, Rvík 1908, 33.-34. bls. —
sbr. Enn um upphaf konungsvalds 35. bls. — hef jeg leitt rök að
þvi, að skatturinn hafi numið 8 álnum frá c. 1263 til 1281.

8) Sjá um þetta Konr. Maurer, Island, 149,—152. bls. Vilh. Finsen
í orðaskránni við Grág. 1883 undir orðinu þingfararkaup og
í Árb. f. n. oldk. og hist. 1873, 138.-139. bls. neðanmáls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0360.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free