- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
357

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

IV. MANNFJÖLDI UM 965.

Er nokkur leid að finna mannfjöldann á íslandi á 10.
öldinni?

Elsta og skilrikasta vitnið í því máli er Ari prestur hinn
fróði. Hann var fæddur árið 1067og hafði sögur af
göml-um mönnum, sem langt mundu fram. í Islendingabók sinni
hinni ingri, sem er samin á árunum 1134—11381), farast
honuin þannig orð í 3. k.:

Svá hafa ok spakir menn sagt, at á sex tigum
vetra yrði Island albygt, svá at eigi væri meirr
síðan.2)

Þau 60 ár, sem hjer ræðir um, eru 30 hin síðustu ár 8.
aldar og 30 firstu árin af 9. öldinni.

’) Timarit h. ísl. bókmfjel. X 215.—221. bls.

’) Sama efnis er Landnáma Stb. 399. k. Hb. 356. k., útg. 1843, 321,
bls. far stendur: Svá segja fróöir menn, at landið yrði
’ albygt á 60 vetra, svá at eigi befir síðan orðit
fjöl-bygðra. Með því að víst má telja, að Ari sje frumhöfundur
Landnámu, og grein þessi kemur svo að segja orðrjett saman við
íslbk., er líklegt, að bún sje líka frá Ara runnin. Bogi Melsteð
heldur þvi fram (Isls. I 257. bls.), að i íslbk. sje átt við víðáttu
landsbigðarinnar, enn ekki fólksfjöldann. Það kemur nú nokkuð
í sama stað niður. Enn auk jiess vil jeg benda honum á, að við
„meirr" hjá Ara verður að undirskilja — ekki albygt, því að
það væri fjarstæða, heldur — bygt, og að meirr bygt er eða
getur verið rjett miðstig af fjölbygt, og koma j)á orð
íslend-ingabókar alveg heim við Landnámu. l*að virðist og sjálfsagt
að skíra orð sama höfundar eins á báðum stöðunum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0369.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free