- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
359

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

296 UM SKATTBÆNDATA L 1311.

359

og koma í bága við vitnisburð Ara fróða, sem áður var
greindur. Jafnvel Bogi Th. Melsteð, sem setur fólkstöluna
þrefalt hærri enn Munch, gerir hana þó eflaust alt of lága.
Innflitjendur þeir, sem engar sögur fara af, hafa eflaust verið
margfalt fleiri enn B. Th. M. gerir þá. Ef það er rjett, sem
B. Th. M. heldur, að landnámsmennirnir hafi átt 300 skip
haffærandi, þá má geta nærri, að þeir hafl ekki látið þennan
flota liggja arðlausan heima firir, heldur sent þau á sumrin
til annara landa, Noregs og Vesturlanda, til að sækja
nauð-sinjar sinar, og má þá geta nærri, að þau muni oft hafa
komið aftur með allmarga innflitjendur, meðan
útflutnings-straumurinn var sem mestur frá þessum löndum, og að
landnámsmaðurinn, sem skipið átti, hafi tekið slikum mönnum
fegins hendi og lofað þeim að setjast að í landnámi sínu,
meðan rúm var, þvi að það var honum í hag að landið irði
rutt til bigðar. Eðlilegt var, að nöfn þessara innflitjenda
gleimdust, þegar fram liðu stundir, og hljóta allar ágiskanir
um tölu þeirra að verða út í bláinn. Þetta skarð í landnáma
sögu vorri verður þvi aldrei filt, og er það ekki láandi
höf-undum Landnámabókar. Miklu fremur megum vjer furða
oss á, að þeir hafa kunnað að segja oss frá svo mörgum
landnámsmönnum, og vera þeim þakklátir firir.

Þessi vegur liggur þvi ekki að markinu.

Enn eru þá til aðrar leiðir?

Snorri segir frá því í Heimskringlu, að Eyvindr
skálda-spillir hafi ort drápu um alla íslendinga, »en þeir launuðu
svá, at hverr bóndi gaf hánum skattpenning; sá
stóð 3 penninga silfrs vegna, ok hvítr í skor. En
er silfrit kom fram á alþingi, þá réðu menn þat af
at fá smiða til at skíra silfrit; síðan var görr af
feldardálkr; en þar af var greitt smiðarkaupit; þá
stóð dálkrinn 50 marka. Hann sendu þeir Eyvindi.
En Eyvindr lét höggva í sundr dálkinn ok keypti
sér bú með.t1)

Þetta virðist hafa gerst skömmu firir árið 970. Þá var
hallæri mikið í Noregi, og olli það því, að Eyvindr seldi
feldardálkinn. Snorri tilfærir visu eftir Eyvind, sem sínir, að
sagan er sönn í aðalatriðunum. Að sönnu sjest ekki á vís-

’) Hkr. F. J. Har. grá,f. 16. k. (I 253. bls,).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0371.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free