- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
360

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

352

296 UM SKATTBÆNDATA L 1311. 360

unni, hve dálkurinn var þungur, eða hve mikið hver bóndi
gaf, enn vel má vera, að Snorri hafi þekt fleiri vísur Eyvindar
um gjöfina, er hafi skírt frá þeim atriðum. í sjálfu sjer er
sagan ekki ósennileg.

Munch hefur reint að nota þetta til að fmna tölu íslenskra
bænda um þessar mundir. Hann telur 60 penninga í eiri, og
verða þá í mörkinni (= 8 aurar) 480 penningar. Þar sem
nú dálkurinn vó 50 merkur, fær hann út, að hann hafl verið
24000 penninga virði. Hver bóndi gaf 3 penninga. Telst
Muneh þvi, að bændatalan hafi verið 8000, eða nokkru hærri,
ef tekið er tillit til smíðalauna.x)

í fótspor Munchs hefur Jón Sigurðsson fetað í æfisögu
Eyvindar aftan við Snorra Eddu Arna Magnússonar
nefndar-innar, og er þó reikningur hans nokkuð öðruvísi. Hann segir,
að 50 merkur jafngildi 16000 penninga, gerir með öðrum
orðum 40 penninga í eiri (50 . 8 . 40 = 16000). Við það bætir
hann smíðalaunum, er hann telur 8000 penninga, eða helming
af þingd feldardálksins. Fær hann þannig út, að samskotin
hafi als numið 24000 penninga, og bændur þá verið 8000 að
tölu, og kemst þannig loks að sömu niðurstöðu og Munch.3)
Reikningur Jóns Sigurðssonar er að þvi leiti nákvæmari
enn Munchs, að hann giskar á smíðalaunin og tekur þau til
greina við útreikninginn með ákveðinni tölu. Áætlun hans
um þetta er mjög sennileg. Ekki segir hann, hvaðan hann
hafi það, að smiðalaun hafi til forna numið helmingi af
silfurþingd smíðisgripsins, enn líklegt er, að hann stiðjist þar
við Búalög. Þar stendur svo í kapitulanum um verkakaup:
Að smiða eiri silfrs með víravirki, gilt og grafið,
20 álnir — og fái sá gullið til, er silfrið á, bætir við
pappírshandrit, skrifað eftir skinnbók.3) í sömu Búalögum
stendur síðar, að eirir silfurs jafngildi eftir Jónsbók 6 aurum
eða 36 álnum vaðmála,4) og af því að hjer er eflaust um
æfagamalt lag á smíðalaunum að ræða, virðist sjálfsagt, að
það sje miðað við það dírleikshlutfall milli silfrs og vaðmála,

i) Munoli, D. n. f. hist. I 2, 8. bls. nmgr.
s) Sn. E. III 455. bls. neðanmáls.

8) Samhljóða þessari grein (með viðbótinni) að efninu til eru hin fornu
Búalög í Stokkhólnis-skinnbókinni 0 6,4 skrifaðri c. 1480—1500.

4) Jónsb. Kaupab. 5. k.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0372.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free