- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
369

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

um sk.attbændatal 1311.

358

mœtiseiningar og væru með öllu óskiljanleg, ef ekki hefði
verið til það tímabil í sögu landsins, er eirir silfurs jafngilti
að verðmceti 6 álnum vaðmála, og mörk silfurs 48 álnum.
»Hundrað silfurs«, sem jafngildir 20 aurum eða 60 örtugum1)
silfurs hefur og ekki getað dregið nafn sitt af þessum
vogar-einingum (eyri eða örtug). Ekki gat þetta heiti heldur
orðið til, þegar 20 aurar skírs silfurs jafngiltu 8 hundruðum
(960) álna vaðmála eða 20 aurar »lögsilfurs« 4 hundruðum
(480) álna vaðmála. Nei, þetta verðnafn hlítur að stafa frá
þeim tíma, þegar 6 álnir vaðmála fengust firir 1 eiri silfurs
og hundrað (120) álnir firir 20 aura silfurs.

Enn hvaða tímabil er þetta í sögu Islands? Eflaust
elsta tímabilið, landnámsöldin. Mart bendir til, að þá hafi
verið mikið af silfri í umferð meðal landsmanna, enn hörgull
á búfje.

Um það leiti, sem ísland biggist, stendur víkingaöldin
sem hæst. Öllum ber saman um, að þá hljóti ógrinni silfurs
að hafa safnast saman á Norðurlöndum, sem víkingarnir
hertóku í öðrum löndum og fluttu heim með sjer úr
ráns-ferðum sínum.2) Silfur hlítur því að hafa verið þar í lágu
verði um þessar mundir. Um marga af landnámsmönnunum
er það og sagt, að þeir hafi komið hingað beinlínis eða
óbein-línis úr víkingu.3)

’) Jeg get ekki verið samdóma dr. Yaltý Guðmundssini um j>að, að
„hundrað silfrs" sje sama sem hundraö (o: 120) aurar silfrs,
nje heldur um það, að hundrað, þegar það stendur óviðkent í
fornritum og ekki er greint, hvort átt sje við álnir eða aura,
tákni hundraö (120) aura. Enn hjer er ekki rúm til að fara út í
j>að mál. Sbr. ritgg. drs. Y. G., „Manngjöld-hundrað" í
Ger-manistische Abhandlungen zum 70. geburtstag K. von Maurers,
og „Solvkursen ved ár 1000" í Festskrift til L. F. A. Wimmer.

2) Dasent, The Story of Burnt-Nial II 407.—408. bls. Alexander
Bugge, Vesterlandenes indflydelse pá Nordboerne 264.-265. bls.
(sbr. 300. bls.). P. Hauberg, Mentforhold og udmentninger i
Dan-mark indtil 1146 (D. V. S. Skrifter VI. R.. Hist.-filos. V, 1) 12.
-17. bls.

s) T. d. um Hjörleif Hróðmarsson, Geirmund. heljarskinn,. An
rauð-feld, Ævar Ketilsson, fránd mjöksiglanda, Grim, sem nam
Grims-nes o. fl. Um Hjörleif er beint sagt, að hann hafi haft herfang
sitt á akipi því, er flutti hann út.(Landn.. Stb. 7. k. Hb. 7. k.,
úíg. 1843, 33. bls.).

24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0381.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free