- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
368

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

368

um skattbændátal 1311.

Hins vegar vitum vjer, að um árið 1000 og alt til c.
1080 var dírleikshlutfall brends eða skírs silfurs og vaðmála
1:8, þ. e. a. s. að 8 lögaurar eða 48 álnir vaðmála fengust
firir 1 eiri af skiru silfri.1) Og áður tilfærð grein úr
Kon-ungsbók, sem vjer munum siðar minnast betur á, segir, að
um árið 1000 hafi verið á gangi bleikt silfur, svo mikið blandað,
að dirleikshlutfall þess og vaðmála var 1:4, þ. e. firir 1 eiri
af því fengust 4’ lögaurar eða 24 álnir vaðmáls. Það er þetta
bleika silfur, sem á öðrum stöðum í Grágás er nefnt
»lög-silfur hið forna«. Um árið 1000 er þá skírt silfur áttfalt
dirara, og bleikt silfur eða »lögsilfur hið forna« ferfalt dírara,
enn silfrið er í niðgjöldum eftir Baugatali og eftir ákvæðunum
um fjörbaug og rjett á öðrum stöðum í Grágás. Hvernig
stendur á þessu?

Það er fieira enn Baugatal og ákvæðin um fjörbaug og
rjett, sem sínir, að þeir vóru tímarnir á Islandi, er silfureirir
og eirir vaðmála vóru jafndírir. Hvenær er það komið upp
að kalla 6 álnir vaðmáls eyri eða lögeyri og 48 álnir
vað-mála mörk? ]?ó ekki kringum árið 1000, þegar 1 eirir af
skíru silfri jafngilti 8 lögaurum (= 48 álnum vaðmála, og
1 mörk skírs silfurs 8 mörkum = 384 álnum vaðmála, og 1
eirir af lögsilfri bleiku 4 lögaurum = 24 álnum vaðmála,
og mörk lögsilfurs 4 mörkum = 192 álnum vaðmála. Ekki
heldur á 12. öldinni, þegar dírleikshlutfall skírs silfurs og
vaðmála var 1 : 71/», eða síðar, þegar það var 1:6.2) Allir
eru sammála um, að nöfn þessi eyrir og mörk sjeu komin
úr silfurreikningnum inn i vaðmálareikninginn. Enn enginn
hefur, svo jeg viti, gert sjer nje öðrum grein firir hvernig á
þvi stendur. Vogareiningar vaðmála geta nöfnin ekki táknað,
því að allir vita, að 6 álnir vaðmála vega meira enn eiri og
48 álnir meira enn mörk. Þau hljóta því að tákna verö-

J) Grág. Kb. I s. 241. bls., II 141. bls. Stbb. 88., 91. og 214. bls.
Arnljótur Ólafsson í Tímariti Bmfjel. XXY 9. bls. Valtýr
Guð-mundsson i Germanistische abhandlungen zum 70. geburtstag
K. Maurers 539. bls. og í Festskrift til L. F. A. Wimmer 62. bls.
Dr. V. G. heldur þvi fram, að þetta dírleikshlutfall hafl staðið
á 9. öld og alla 10, öldina, enn leiðir ekki að því hina minstu
sönnun.

s) Sbr. Arnljótur Ólafsson í Tímar. Bmfjel. XXV 9,—11. bls. Valtýr
Guðmundsson í German. abhdl. 539. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0380.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free