- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
375

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

375 um skattbændátal 1311.



dírleikshlutfallið miili skírs silfurs og vaðmála orðið 1 :8,
og milli hins bleika »lögsilfurs« og vaðmála 1 : 4, sem síðar
mun sint.

Enn hvernig stóð þá á því, að niðgjöldin, fjörbaugurinn
og rjetturinn löguðu sig ekki eftir þessari verðbreitingu?

Það getur ekki komið af neinu öðru enn því, að það
vóru forn lög í landi, að í þessum gjöldum skildi
dirleiks-hlutfallið vera 1:1, og þeim lögum hafði aldrei verið breitt.
Gjaldendur töldu sjer því heimilt að fara eftir þessu
dírleiks-hlutfalli, og það þvi fremur, sem verðlækkun lögauranna
móts við silfrið hefur að öllum likindum first í stað ekki
verið mjög stórstíg, heldur gengið jafnt og þjett smáum fetum
niður á við. Auðvitað guldu menn þá sem nú í þeim
lög-mætum gjaldeiri, sem gjaldanda var hagfeldastur, og hefur
þannig einmitt sjálft verðfall lögauranna skapað þá venju að
gjalda nefnd gjöld í lögaurum.1)

í sambandi við þetta verður skiljanlegt, hvernig á því
stóð, að menn fóru að gera sig ánægða með hið bleika
»lög-silfur« og taka það i niðgjöld, fjörbaug og rjett, í stað hins
skíra silfurs, sem eitt virðist hafa verið »sakgilt« eða
gjald-gengt í þessi gjöld eftir Úlfljótslögum. Ef menn vildu ekki
taka hið bleika silfur, þá gat gjaldandi goldið í lögaurum,
enn hver eirir af bleiku silfri var þó um árið 1000 fjórum
sinnum verðmætari enn lögeirir. Því máttu viðtakendur
þakka firir, ef goldið var i bleiku silfri, og þvi var eðlilegt,
að það irði löghelgað sem sakgilt silfur, og fengi, þegar fram
liðu stundir nafnið »lögsilfur hið forna«.

Jeg hverf þá loksins aftur að aðalefninu, röksemdaleiðslu
Arnljóts Ólafssonar firir þvi, að 40 penningar hafi verið í
eiri lögsilfurs. Það er rjett hjá honum, að 1 penningur, sem
er eftir Baugatali Vio eiris, jafngildir i niðgjöldum x/io lögeiris.
^að er bein afleiðing af þvi, að dirleikshlutfall silfurs og
vaðmála var í niðgjöldum 1:1. Það er og rjett, að um 1000
jafngilti io lögeiris í viðsláftum manna x/.4o eiris af hinu

fetta er ekki eins dæmi. Holmboe segir í N. M. VIII. bls.:
Mörg dæmi eru til, aö menn liaf’a verið mjög fastlieldnir vit
gamalt lag, þegar um bœtur er aö rceða, og ekki tekiö tillit til þeirra
verhbreitinga, sem urdu meö breittum tímwm, og færir hann dæmi
þessu máli til sönnunar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0387.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free