- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Fjorða Bindi /
376

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

376

um skattbændátal 1311.

bleika »Iögsilfri«. Enn þegar hann dregur af þessu tvennu
þá áliktun, aö 1 penningur hafi verið = xjio eiris »lögsilfurs«,
þá gætir hann þess ekki, að dírleikshlutfallið 1: 1 stóð ólreitt
í niðgjöldum allan þjóðveldistímann, og því verður áliktunin
röng. Tíundi partur lögeiris jafngildir i niðgjöldum 1
penn-ing af þeirri einföldu ástæðu, að einn penningur var x/io eiris
silfurs og dírlcikshlutfallið stóð á jöfnu.

Jeg þikist þá hafa sannað, að það er heimildarlaust að
telja 40 penninga í eiri, og að vjer verðum að trúa Grágás
til þess, að Islendingar hafi, að minsta kosti um og eftir árið
1000, talið 10 penninga vegna i eiri »lögsilfurs«.

Snorri segir, að »skattpenningur« sá, sem hver bóndi gaf
Eyvindi hafi staðið »3 penninga vegna ok hvitr í skor*.
I’essi orð eru bergmál af áðurgreindum stöðum i Baugatali,
og er því ljóst, að Snorri á við samskonar penning og
Bauga-tal, V10 eiris- Ef það er rjett, sem jeg hef áður leitt rök að,
að orðið penningr hafi ekki farið að tiðkast sem nafn á
vogareiningu fir enn um 1000, þá er orðfœrið hjá Snorra
hjer mengað síðari tíma hugmindum, enn efnið getur verið
jafnrjett firir því. Þrír penningar vegnir eru mjög nálægt
því að vera einn örtugr, eða x/s eiris, og getur verið, að
rjettara hefði verið af Snorra að setja þá vogareining í
stað-inn. í reikningnum hjer á eftir mun jeg þó fara beint eftir
því, sem Snorri segir.

Annars er líklegt, að gjafir bænda hafi ekki komið inn i
mótuðum penningum, og þvi siður, að frá hverjum hafi
komið einn »skattpenningur« svo þungur, sem Snorri segir.
í>etta orð táknar hjer ekki annað enn tiltekna upphæð í silfri
með ákveðnum þunga. Líklega hefur mest safnast í baugum
og öðru ómótuðu silfri.

2. Hve mikið rírnaði silfrið, sem bændur gáfu
Ey vindi?

Það hefur eflaust verið goldið í bleiku silfri. Orð Snorra
eru, sem áður er sagt, bergmál af Baugatali, og þar er átt
við »lögsilfur«. Hann segir, að penningarnir skildu vera
>hvítir i skor«. í Baugatali stendur um »Iögsilfrið«, að það
skuli »þola skor«, og er það auðvitað eitt og hið sama.
Baugatal skirir þetta nánar með því að bæta við, að á
silfr-inu skuli vera meiri silfurs litur enn messingar og að það
skuli vera jafnt utan sem innan.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:54 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/4/0388.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free